Kínversk sendinefnd stóð þar sem hjól kom niður

Grímur Grímsson, forseti allsherjar og menntamálanefndar og Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti …
Grímur Grímsson, forseti allsherjar og menntamálanefndar og Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis taka á móti kínversku sendinefndinni. Ljósmynd/Alþingi.is

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir for­seti Alþing­is seg­ir að at­vik þar sem hjól losnaði af flug­vél og lenti á Aust­ur­velli í gær sé grafal­var­legt og veki spurn­ing­ar um ör­yggi Alþing­is­húss­ins úr lofti. Hún seg­ir kín­verska sendi­nefnd hafa staðið þar sem dekkið kom niður ein­ung­is ör­fá­um mín­út­um áður.

Fjöldi þing­manna var í Alþing­is­hús­inu þegar hjóliðkom niður og að sögn Þór­unn­ar urðu ein­hverj­ir þeirra var­ir við mik­inn dynk. Hjólið kom niður í Kirkju­stræti fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið áður en það skoppaði frá Alþing­is­hús­inu.

Kínverska sendinefndin ásamt þingmönnum.
Kín­verska sendi­nefnd­in ásamt þing­mönn­um. Ljós­mynd/​Alþingi

„Grafal­var­legt“ 

Í kín­versku sendi­nefnd­inni var vara­for­seti alþýðuþjóðþings Kína, Zhang Qingwei, ásamt föru­neyti. Þór­unn seg­ir að sendi­nefnd­in hafi staðið á Kirkju­stræti og beðið þess að fara í bíla­lest um fimm mín­út­um áður en hjólið kom aðvíf­andi.

„Ég skoðaði mynda­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um og í mín­um huga er at­vikið mjög al­var­legt. Það var mik­il mildi að eng­inn skyldi vera á leið yfir kirkju­strætið þegar hjólið lenti á göt­unni. Það voru kannski fimm mín­út­um áður eða svo sem kín­verska sendi­nefnd­in stóð þarna. Við vor­um aðeins á und­an áætl­un sem bet­ur fer,“ seg­ir Þór­unn.

mbl.is/​Haf­steinn Snær þor­steins­son

Veki spurn­ing­ar um ör­yggi Alþing­is 

Hún seg­ir marg­ar spurn­ing­ar vakna um ör­ygg­is­mál vegna at­viks­ins. „Ekki bara um­hverf­is þingið held­ur einnig fyr­ir ofan það. Við erum í beinni flug­línu við Reykja­vík­ur­flug­völl og þurf­um að skoða þessi mál mjög vel,“ seg­ir Þór­unn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert