Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um þrjá ölvaða einstaklinga sem höfðu tjaldað á Arnarhóli, að því er segir í dagbók lögreglu.
Kemur þar fram að lögregla hafi farið á staðinn og rætt við þá. Var þeim tjáð að þeir gætu ekki tjaldað á Arnarhóli.
Að sögn lögreglu skildu þeir fyrirmælin og færðu tjaldið.