Veittust að eldri manni: Barnavernd kölluð til

Sjö gistu fangageymslur lögreglu vegna rannsóknar mála en 75 mál …
Sjö gistu fangageymslur lögreglu vegna rannsóknar mála en 75 mál voru skráð í kerfi lögreglu á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barna­vernd var kölluð til þegar hóp­ur drengja veitt­ist að eldri manni í gær­kvöld. Einn drengj­anna var færður á lög­reglu­stöð sem sinn­ir mál­um í Kópa­vogi og Breiðholti.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu vegna verk­efna henn­ar frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un. 

Sjö gistu fanga­geymsl­ur lög­reglu vegna rann­sókn­ar mála en 75 mál voru skráð í kerfi lög­reglu á tíma­bil­inu.

Tveir í haldi vegna rann­sókn­ar á lík­ams­árás

Tveir eru vistaðir í fanga­geymslu vegna rann­sókn­ar á lík­ams­árás. Málið kom upp á svæði lög­reglu sem sinn­ir mál­um í Grafar­vogi, Árbæ og Mos­fells­bæ. Á sama svæði var til­kynnt um þjófnað í mat­vöru­versl­un og skýrsla tek­in á staðnum.

Einnig var til­kynnt um þjófnað í mat­vöru­versl­un í þrem­ur aðskild­um mál­um á því svæði sem sinn­ir miðborg, vest­ur- og aust­ur­bæ sem og Seltjarn­ar­nesi.

Á sama svæði var maður vistaður í fanga­geymslu eft­ir ít­rekuð af­skipti. Sá var ölvaður og til ama eft­ir því sem seg­ir í til­kynn­ingu.

Maður var þá vistaður í fanga­geymslu eft­ir að hafa brotið rúðu í lög­reglu­bif­reið. Af­skipti voru höfð af hon­um á svæði lög­reglu sem sinn­ir verk­efn­um í Kópa­vogi og Breiðholti þar sem hann ætlaði ekki að greiða fyr­ir leigu­bíl en sá reikn­ing­ur var upp á nokkra tugi þúsunda.

Þó nokk­ur af­skipti voru þá höfð af öku­mönn­um sem voru annað hvort rétt­inda­laus­ir og/​eða ölvaðir og und­ir áhrif­um fíkni­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert