Vinnuslys við Orkureitinn

Þrjár sjúkrabifreiðar og dælubíll voru sendir á vettvang.
Þrjár sjúkrabifreiðar og dælubíll voru sendir á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír sjúkra­bíl­ar og dælu­bíll frá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu voru kallaðir til vegna vinnu­slyss nærri gatna­mót­um Suður­lands­braut­ar og Grens­ás­veg­ar í Reykja­vík fyr­ir skömmu.

Dæli­bíll­inn var send­ur til aðstoðar á vett­vangi en at­vikið hljómaði verr en það var í raun, að sögn Steinþórs Darra Þor­steins­son­ar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Einn var flutt­ur slasaður á slysa­deild en Steinþór gat ekki sagt til um hver meiðsli hans væru. Sá slasaði er með fulla meðvit­und.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert