Teknir með 12 kíló af kókaíni

Mikil aukning hefur verið á kókaínvökva sem haldlagður er á …
Mikil aukning hefur verið á kókaínvökva sem haldlagður er á flugvellinum. Komið hafa upp tilfelli þar sem honum er smyglað innvortis. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um rann­sak­ar nú mál tveggja karl­manna sem tekn­ir voru á Kefla­vík­ur­flug­velli með sitt­hvor 6 kíló­in af kókaíni í far­angri sín­um við kom­una til lands­ins í maí. Sæta þeir báðir varðhaldi, en þeir komu frá Frakklandi. Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að talið sé að menn­irn­ir teng­ist og að unnið sé að því að upp­lýsa þátt þeirra og annarra sem kunna að tengj­ast mál­inu.

Þá er tekið fram að lög­regl­an á Suður­nesj­um merki veru­lega aukn­ingu í inn­flutn­ingi fíkni­efna til lands­ins á milli ára. Þannig hafi embættið lagt hald á 35,5 kíló af kókaíni í fyrra, en það sem af er þessu ári hef­ur verið lagt hald á 42,5 kíló.

Stefn­ir í metár

mbl.is fjallaði um þessa þróun í inn­flutn­ingi kókaíns fyrr í þess­um mánuði, en þá hafði lög­regl­an lagt hald á 40,26 kg og því ljóst að tvö kíló hafa bæst við síðan þá.

Sagði Jón Hall­dór Sig­urðsson, sem fer fyr­ir rann­sókn á skipu­lagðri brot­a­starf­semi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, við það tæki­færi að það stefndi í metár. „Miðað við þró­un­ina, haldi hún áfram sem er, ættu þetta kannski að vera alla­vega 60 kíló í lok árs,” sagði Jón Hall­dór.

Jafn­framt hef­ur verið lagt hald á 9,78 lítra af kókaín­vökva á Kefla­vík­ur­flug­velli í ár en í fyrra var magnið 3,23 lítr­ar. Árið 2023 var eng­inn kókaín­vökvi hald­lagður á vell­in­um.

Einnig mikið af kanna­bis­efni og oyxcont­in

Sömu­leiðis hef­ur orðið mik­il aukn­ing í mál­um þar sem lög­regl­an legg­ur hald á kanna­bis­efni og oxycont­in.

Nú þegar tæp­ir fimm mánuðir eru liðnir af ár­inu hef­ur lög­regl­an lagt hald á 20576 töfl­ur af oxycont­ini og eft­ir­lík­ing­um af efn­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða gíf­ur­lega aukn­ingu en árið 2024 lagði lög­regl­an hald á 7526 töfl­ur og árið 2023 voru töfl­urn­ar 10131.

Þá hef­ur lög­regl­an á Suður­nesj­um lagt hald á 109.648 kg af kanna­bis­efn­um á landa­mær­un­um það sem af er ári en árið 2024 var heild­ar­magnið 172.706 kg. Árið 2023 var sú tala 125.230 kg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert