„Það beinist að lögreglumönnum ákveðið ofbeldi“

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar …
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Karítas

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir mál þar sem veist er að lög­reglu­mönn­um hafa færst í auk­ana. Mögu­lega þurfi að skoða hvort auka þurfi rétt­ar­vernd lög­reglu­manna eft­ir at­vik­um.

Greint hef­ur verið frá því að fjór­ir menn hafi verið hand­tekn­ir aðfaranótt mánu­dags eft­ir að hafa mætt heim til lög­reglu­manns í Reykja­vík vopnaðir hníf­um.

Í sam­tali við mbl.is í gær sagðist Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, hafa þung­ar áhyggj­ur af starfs­um­hverfi lög­reglu­manna. Sagði hann jafn­framt að taka þyrfti harðar á mál­um þar sem veist er að lög­reglu­mönn­um.

Spurður um málið seg­ist Grím­ur sam­mála Fjölni og seg­ir um­rætt mál vera eina verstu birt­ing­ar­mynd slíkra mála.

Ákveðið of­beldi gegn lög­reglu­mönn­um að fær­ast í auk­ana

Hann bend­ir á að fleiri mál af svipuðum toga hafi komið upp síðustu ár, t.a.m. þegar kveikt var í bíl lög­reglu­manns fyr­ir utan heim­ili hans. Þá hafi Grím­ur sjálf­ur lent í því að skemmd­ar­verk voru gerð á bíl hans árið 2023.

„Það var ekk­ert á við það að það hafi verið kveikt í hon­um, ég er ekki að meina það, en það bein­ist að lög­reglu­mönn­um ákveðið of­beldi.“

Finnst þér þetta vera að ger­ast oft­ar svona í seinni tíð en það var á árum áður?

„Já, ég er viss um það. Þetta hef­ur auk­ist og það er svona ein­hver meiri svona sá brag­ur á sam­skipt­um að fólk leyfi sér þetta. Það eru mjög mörg mál sem koma upp á hverju ári þar sem það er með ein­hverj­um hætti veist að lög­reglu­mönn­um, þó að þetta til­tekna mál sé þó versta birt­ing­ar­mynd sem maður get­ur ímyndað sér.“

Mögu­lega þurfi að auka rétt­ar­vernd eft­ir at­vik­um

Í fyrr­nefndu sam­tali við Fjölni Sæ­munds­son kom fram að ósætti væri með að í mál­um sem bein­ast að lög­reglu­mönn­um væri ekki ákært fyr­ir 106. grein hegn­ing­ar­laga, þ.e. árás á op­in­ber­an starfs­mann, held­ur fyr­ir skemmd­ar­verk.

Aðspurður seg­ir Grím­ur það þó ekki alltaf vera svo.

„Það hef­ur al­veg verið ákært fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni og mál­in þá rann­sökuð sem slík. En síðan kannski sann­ast það ekki að þetta hafi beinst að viðkom­andi af því að hann er lög­reglumaður.“

Hann seg­ir að hægt sé að velta fyr­ir sér rétt­ar­vernd lög­reglu­manna í þeim mál­um þar sem fram­in eru brot gegn þeim.

Fjöln­ir nefn­ir að það þurfi að taka harðar á svona mál­um og að þetta þurfi að hafa af­leiðing­ar.

„Já, það get­ur bara vel verið að það þurfi ein­mitt að skoða það, og það er það sem ég er að segja þegar ég tala um að auka rétt­ar­vernd eft­ir at­vik­um. En auðvitað er það þannig með regl­ur að það er lang­best að þær séu sem mest al­menn­ar.“

Get­ur vel verið að Grím­ur ræði við dóms­málaráðherra

Núna ertu kom­inn á þing. Sérðu fyr­ir þér að beita þér eitt­hvað fyr­ir þessu?

„Kerfið er nátt­úru­lega þannig að upp­haf breyt­inga á lög­um á sér mjög oft stað í ráðuneyt­un­um, sem koma síðan fram með stjórn­ar­frum­vörp, og sam­tal er oft á tíðum á milli þing­manna og ráðherra um það hvort að sé jafn­vel eðli­legt að huga að ein­hverj­um breyt­ing­um.

Þannig að það get­ur bara vel verið að ég taki þetta upp við dóms­málaráðherra ein­hvern tím­ann, og hún hef­ur talað um það að það standi til að end­ur­skoða ýms­ar heim­ild­ir lög­regl­unn­ar, þannig að það get­ur vel verið að svona mál sé ágæt­is inn­legg inn í svo­leiðis breyt­ing­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert