Fimm heppnir þátttakendur í Happdrætti Háskóla Íslands hlutu eina milljón króna hver í útdrætti sem fram fór í gærkvöldi. Meðal þeirra var ung kona sem á von á barni og segir vinninginn koma sér einstaklega vel.
Alls skiptu 3.334 vinningshafar 130 milljónum króna á milli sín að þessu sinni.
Sextán einstaklingar hlutu 500.000 krónur hver, en 374 miðaeigendur fengu vinninga á bilinu 100 til 250 þúsund krónur.