Enginn var með fyrsta vinning í lottóútdrætti kvöldsins.
Þrír voru hins vegar með annan vinning og fær hver þeirra 132.170 krónur. Miðarnir þrír voru keyptir á lotto.is.
Þá var einn með fyrsta vinning í Jókernum og fær hann 2,5 milljónir. Miðinn var í áskrift. Þrír voru með annan vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur. Einn miðinn var í áskrift en hinir voru keyptir á lotto.is og í lottóappinu.