Fleiri verkefni á Akureyri tengd ölvun

Lögreglan á Akureyri.
Lögreglan á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Nótt­in gekk al­mennt vel fyr­ir sig á Ak­ur­eyri en margt fólk er í bæn­um, meðal ann­ars vegna Bíla­daga og júbíl­anta­hátíðar út­skrift­ar­ár­ganga Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri.

Fleiri verk­efni voru í bæn­um en venju­lega sem tengj­ast ölv­un, þar á meðal ein­hverj­ir pústr­ar en eng­inn gisti fanga­klefa í nótt.

Einn ökumaður var tek­inn und­ir áhrif­um áfeng­is.

Lög­regl­an verður ann­ars með öfl­ugt um­ferðareft­ir­lit alla helg­ina, að sögn Kára Erl­ings­son­ar, varðstjóra hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert