Nóttin gekk almennt vel fyrir sig á Akureyri en margt fólk er í bænum, meðal annars vegna Bíladaga og júbílantahátíðar útskriftarárganga Menntaskólans á Akureyri.
Fleiri verkefni voru í bænum en venjulega sem tengjast ölvun, þar á meðal einhverjir pústrar en enginn gisti fangaklefa í nótt.
Einn ökumaður var tekinn undir áhrifum áfengis.
Lögreglan verður annars með öflugt umferðareftirlit alla helgina, að sögn Kára Erlingssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.