Raforkukostnaður hækkað langt umfram verðbólgu

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir brýnt að ráðast í …
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir brýnt að ráðast í tafarlausa uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu. Morgunblaðið/Eggert

Raf­orku­kostnaður hef­ur hækkað langt um­fram verðbólgu und­an­far­in ár. Þetta staðfest­ir að mati Sam­taka iðnaðar­ins það sem þau hafa ít­rekað bent á, að skort­ur á raf­orku og skert fram­boð hafi leitt til hækk­ana á verði til heim­ila og fyr­ir­tækja.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Sam­taka iðnaðar­ins í kjöl­far blaðamanna­fund­ar Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar, um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, ásamt raf­orku­eft­ir­lit­inu í ráðuneyt­inu fyrr í dag.

Fram kom í skýrslu Raf­orku­eft­ir­lits­ins að raf­orku­kostnaður heim­ila hef­ur hækkað um 11% frá ár­inu 2020 á föstu verðlagi, sem sagt 11% um­fram verðbólgu. Fyr­ir fyr­ir­tæki, ál­ver, gagna­ver og fleira er þessi tala um 24%-54% og hækk­un­in um­fram verðbólgu því veru­leg.

Drag­bít­ur á sam­keppn­is­hæfni ís­lensks iðnaðar

Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um iðnaðar­ins seg­ir að eft­ir­spurn hafi farið fram úr fram­boði á raf­orku­markaði, sem hafi þrýst verði upp á við. Telja sam­tök­in brýnt að ráðist verði taf­ar­laust í upp­bygg­ingu bæði nýrr­ar orku­vinnslu og raf­orku­kerf­is­ins í heild.

„Raf­orku­kostnaður hef­ur hækkað langt um­fram verðbólgu und­an­far­in ár, sem staðfest­ir það sem við hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins höf­um verið að benda á,“ er haft eft­ir Sig­urði Hann­es­syni, fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna.

„Raf­orku­skort­ur er meg­in­or­sök þess­ar­ar þró­un­ar en sá skort­ur er af­leiðing ára­langr­ar kyrr­stöðu við upp­bygg­ingu raf­orku­kerf­is­ins sem hef­ur kostað sam­fé­lagið mikið og verið drag­bít­ur á sam­keppn­is­hæfni ís­lensks iðnaðar.“

Brýnt að ráðast í taf­ar­lausa upp­bygg­ingu

Grein­ing Raf­orku­eft­ir­lits­ins staðfest­ir að raf­orku­kostnaður heim­ila, fyr­ir­tækja, stór­not­enda og garðyrkju­bænda hef­ur hækkað veru­lega frá ár­inu 2020 til 2025. Hækk­un­in nær til allra þátta, þ.e.a.s. raf­orku­verðs, dreifi­kostnaðar og flutn­ings­kostnaðar.

„Það er því brýnt að ráðast í taf­ar­lausa upp­bygg­ingu nýrr­ar orku­vinnslu og raf­orku­kerf­is­ins til að mæta vax­andi eft­ir­spurn og tryggja stöðug­leika í verði,“ er haft eft­ir Sig­urði.

Sam­tök­in fagna því að ráðist var í grein­ing­una.

„Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra og ný Um­hverf­is- og orku­stofn­un [eiga] hrós skilið fyr­ir að láta taka sam­an þess­ar upp­lýs­ing­ar, sem eru ný­mæli fyr­ir ís­lensk­an raf­orku­markað.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert