Fimmtán fengu fálkaorðuna í dag

Frá Bessastöðum í dag.
Frá Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Forseti Íslands

For­seti Íslands sæmdi fimmtán Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu á Bessa­stöðum í dag.

For­set­inn sæm­ir ís­lenska rík­is­borg­ara fálka­orðunni tvisvar á ári, 1. janú­ar og 17. júní.

Eft­ir­far­andi hlutu fálka­orðuna:

  • Al­bert Ey­munds­son, fyrr­ver­andi skóla­stjóri, fyr­ir fram­lag sitt til mennta-, íþrótta- og ung­menna­fé­lags­starfa í heima­byggð.
  • Andrea Þór­unn Björns­dótt­ir, sjálf­boðaliði í sam­fé­lagsþágu, fyr­ir fram­lag til góðgerðar­mála og sam­fé­lags.
  • Bjarki Svein­björns­son tón­listar­fræðing­ur, fyr­ir fram­lag til varðveislu, rann­sókn­ar og miðlun­ar ís­lenskr­ar tón­list­ar­sögu.
  • Dóra Guðrún Guðmunds­dótt­ir, sál­fræðing­ur og lýðheilsu­fræðing­ur, fyr­ir brautryðjand­astarf á sviði lýðheilsu og vel­sæld­ar á Íslandi.
  • Guðrún Ágústs­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi og rauðsokka, fyr­ir störf í þágu jafn­rétt­is og kvenna­bar­áttu.
  • Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur, fyr­ir störf í þágu sjálf­bærni, jafn­rétt­is- og mannúðar­mála.
  • Jón Hauk­ur Stein­gríms­son jarðverk­fræðing­ur, fyr­ir for­ystu­störf í ör­ygg­is­vörn­um vegna jarðelda.
  • Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, fyr­ir störf í þágu fjöl­menn­ing­ar og þolenda kyn­bund­ins of­beld­is.
  • Soffía Páls­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri frí­stunda­mála, fyr­ir brautryðjanda- og for­varn­ar­störf í þágu vel­ferðar barna.
  • Unn­ar Vil­hjálms­son, frjálsíþróttaþjálf­ari og kenn­ari, fyr­ir fram­lag til íþrótta- og fé­lags­starfa með börn­um.
  • Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir, leik­kona, leik­stjóri og höf­und­ur, fyr­ir fram­lag til leik­list­ar og sam­fé­lags­mála.
  • Vil­borg Guðbjörg Guðna­dótt­ir geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur, fyr­ir fram­lag til geðheil­brigðismála barna, ung­linga og fjöl­skyldna.
  • Þor­lák­ur Hilm­ar Mort­hens mynd­list­armaður, fyr­ir sjálf­boðastörf í þágu end­ur­hæf­ing­ar fanga.
  • Þor­steinn Lofts­son, pró­fess­or emer­it­us í lyfja­fræði, fyr­ir frum­kvöðlastarf í lyfja­vís­ind­um og ný­sköp­un.
  • Þórður Þorkels­son barna­lækn­ir, fyr­ir fram­lag til nýbura­lækn­inga og barna­gjör­gæslu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert