Forseti Íslands sæmdi fimmtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Forsetinn sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.
Eftirfarandi hlutu fálkaorðuna:
- Albert Eymundsson, fyrrverandi skólastjóri, fyrir framlag sitt til mennta-, íþrótta- og ungmennafélagsstarfa í heimabyggð.
- Andrea Þórunn Björnsdóttir, sjálfboðaliði í samfélagsþágu, fyrir framlag til góðgerðarmála og samfélags.
- Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur, fyrir framlag til varðveislu, rannsóknar og miðlunar íslenskrar tónlistarsögu.
- Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og lýðheilsufræðingur, fyrir brautryðjandastarf á sviði lýðheilsu og velsældar á Íslandi.
- Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og rauðsokka, fyrir störf í þágu jafnréttis og kvennabaráttu.
- Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, fyrir störf í þágu sjálfbærni, jafnréttis- og mannúðarmála.
- Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur, fyrir forystustörf í öryggisvörnum vegna jarðelda.
- Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fyrir störf í þágu fjölmenningar og þolenda kynbundins ofbeldis.
- Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála, fyrir brautryðjanda- og forvarnarstörf í þágu velferðar barna.
- Unnar Vilhjálmsson, frjálsíþróttaþjálfari og kennari, fyrir framlag til íþrótta- og félagsstarfa með börnum.
- Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona, leikstjóri og höfundur, fyrir framlag til leiklistar og samfélagsmála.
- Vilborg Guðbjörg Guðnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, fyrir framlag til geðheilbrigðismála barna, unglinga og fjölskyldna.
- Þorlákur Hilmar Morthens myndlistarmaður, fyrir sjálfboðastörf í þágu endurhæfingar fanga.
- Þorsteinn Loftsson, prófessor emeritus í lyfjafræði, fyrir frumkvöðlastarf í lyfjavísindum og nýsköpun.
- Þórður Þorkelsson barnalæknir, fyrir framlag til nýburalækninga og barnagjörgæslu.