Indversk kona leitar að íslensku SOS-foreldri sínu

Hafdís sem styrkti Ambiku í gegnum SOS og sendi henni …
Hafdís sem styrkti Ambiku í gegnum SOS og sendi henni reglulega kort í pósti. Samsett mynd/SOS barnaþorpin

Ind­versk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi í Green­fields á Indlandi er á leið til lands­ins og leit­ar að SOS-for­eldri sínu. 

SOS barnaþorp­in greina frá þessu í færslu á Face­book og óska eft­ir aðstoð við að finna SOS-for­eldrið.

Við erum að leita að Haf­dísi. Hingað til okk­ar leitaði kona að nafni Ambika sem ólst upp í SOS barnaþorp­inu í Green­fields á Indlandi árin 1993 til 2012. Hún átti SOS-for­eldri á Íslandi að nafni Haf­dís sem styrkti hana í gegn­um SOS og sendi henni reglu­lega kort í pósti, síðast fyr­ir um 10 árum.

Nú er Ambika á leið til Íslands um mánaðar­mót­in júní/​júlí ásamt eig­in­manni sín­um og hana lang­ar afar mikið að hitta Haf­dísi til að þakka henni stuðning­inn og korta­send­ing­arn­ar í öll þessi ár,“ seg­ir í færsl­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert