Íbúar í Kópavogi fjölmenntu á Rútstúni í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga í dag, 17. júní. Agla María Albertsdóttir er fjallkona Kópavogs.
Haldið var upp á daginn á tveimur svæðum, á Rútstúni og í Versölum. Þar var boðið upp á fjölda skemmtiatriða en meðal annars sungu Aron Can og Bríet fyrir fólk á báðum stöðum.
Skátasveit bæjarins leiddi skrúðgöngu frá MK niður að Rútstúni. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði undir.
Fjallkonan í Kópavogi í ár var Agla María Albertsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks. Hún steig á svið á Rútstúni. Það gerði bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, líka.
Félagarnir Gunni og Felix voru kynnar á Rútstúni en hjónin Saga Garðars og Snorri Helgason í Versölum.
Einnig boðið upp á skemmtun á reitnum við Bókasafn Kópavogs og fleiri menningarhús bæjarins, þar sem Skapandi sumarstörf settu svip sinn á svæðið. Þar voru einnig sirkusatriði og BMK brós.