Kópavogsbúar fögnuðu 17. júní

Mikið fjör var í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn í dag.
Mikið fjör var í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn í dag. Ljósmynd/Kópavogsbær

Íbúar í Kópa­vogi fjöl­menntu á Rút­stúni í til­efni af þjóðhátíðar­degi Íslend­inga í dag, 17. júní. Agla María Al­berts­dótt­ir er fjall­kona Kópa­vogs. 

Haldið var upp á dag­inn á tveim­ur svæðum, á Rút­stúni og í Versöl­um. Þar var boðið upp á fjölda skemmti­atriða en meðal ann­ars sungu Aron Can og Bríet fyr­ir fólk á báðum stöðum.

Skáta­sveit bæj­ar­ins leiddi skrúðgöngu frá MK niður að Rút­stúni. Skóla­hljóm­sveit Kópa­vogs spilaði und­ir.

Skátarnir leiða skrúðgöngu og Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir.
Skát­arn­ir leiða skrúðgöngu og Skóla­hljóm­sveit Kópa­vogs spil­ar und­ir. Ljós­mynd/​Kópa­vogs­bær

Fjall­kon­an í fót­boltaliðinu

Fjall­kon­an í Kópa­vogi í ár var Agla María Al­berts­dótt­ir, fyr­irliði knatt­spyrnuliðs Breiðabliks. Hún steig á svið á Rút­stúni. Það gerði bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Ásdís Kristjáns­dótt­ir, líka. 

Fé­lag­arn­ir Gunni og Fel­ix voru kynn­ar á Rút­stúni en hjón­in Saga Garðars og Snorri Helga­son í Versöl­um.

Einnig boðið upp á skemmt­un á reitn­um við Bóka­safn Kópa­vogs og fleiri menn­ing­ar­hús bæj­ar­ins, þar sem Skap­andi sum­arstörf settu svip sinn á svæðið. Þar voru einnig sirk­us­atriði og BMK brós.

Gunni, Felix, og fjallkonan Agla María.
Gunni, Fel­ix, og fjall­kon­an Agla María. Ljós­mynd/​Kópa­vogs­bær
Hátíðarhöld á Rútstúni.
Hátíðar­höld á Rút­stúni. Ljós­mynd/​Kópa­vogs­bær
Hátíðarhöld í Versölum.
Hátíðar­höld í Versöl­um. Ljós­mynd/​Kópa­vogs­bær
Börnin fögnuðu 17. júní.
Börn­in fögnuðu 17. júní. Ljós­mynd/​Kópa­vogs­bær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert