Aðeins 31% stjórnenda í fyrirtækjum telja jafnlaunavottun mikilvæga. Um helmingur stjórnenda telur hana lítilvæga, eða 52%, og 17% þeirra er sama.
Þetta kemur fram í nýlegri könnun Prósent.
Þá er skoðun stjórnenda mismunandi eftir stærð fyrirtækisins. Stjórnendur með 1-5 manns í vinnu finnst jafnlaunavottun mikilvægari en þeir sem eru með 6-50 manns í vinnu.
Töluverður munur er jafnframt á skoðunum stjórnenda eftir því hvort fyrirtækið sem þeir starfa hjá sé með jafnlaunavottun eða ekki.
Athygli vekur að í þeim fyrirtækjum sem eru með jafnlaunavottun eru fleiri stjórnendur á þeirri skoðun að hún sé lítilvæg en mikilvæg. Þannig svöruðu 41% stjórnenda því að vottunin væri mikilvæg en 43% svöruðu því að hún væri lítilvæg. 16% svöruðu hvorki né.
Munurinn er meira afgerandi í fyrirtækjum sem eru ekki með jafnlaunavottun. Þar töldu 22% stjórnenda hana mikilvæga á móti 59% sem töldu hana lítilvæga. 19% svaraði hvorki né.