Aðeins þriðjungur telur jafnlaunavottun mikilvæga

Stjórnendur fyrirtækja voru spurðir um skoðun sína á jafnlaunavottun.
Stjórnendur fyrirtækja voru spurðir um skoðun sína á jafnlaunavottun. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Aðeins 31% stjórn­enda í fyr­ir­tækj­um telja jafn­launa­vott­un mik­il­væga. Um helm­ing­ur stjórn­enda tel­ur hana lít­il­væga, eða 52%, og 17% þeirra er sama.

Þetta kem­ur fram í ný­legri könn­un Pró­sent. 

Þá er skoðun stjórn­enda mis­mun­andi eft­ir stærð fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn­end­ur með 1-5 manns í vinnu finnst jafn­launa­vott­un mik­il­væg­ari en þeir sem eru með 6-50 manns í vinnu.

Tölu­verður mun­ur er jafn­framt á skoðunum stjórn­enda eft­ir því hvort fyr­ir­tækið sem þeir starfa hjá sé með jafn­launa­vott­un eða ekki. 

At­hygli vek­ur að í þeim fyr­ir­tækj­um sem eru með jafn­launa­vott­un eru fleiri stjórn­end­ur á þeirri skoðun að hún sé lít­il­væg en mik­il­væg. Þannig svöruðu 41% stjórn­enda því að vott­un­in væri mik­il­væg en 43% svöruðu því að hún væri lít­il­væg. 16% svöruðu hvorki né.

Mun­ur­inn er meira af­ger­andi í fyr­ir­tækj­um sem eru ekki með jafn­launa­vott­un. Þar töldu 22% stjórn­enda hana mik­il­væga á móti 59% sem töldu hana lít­il­væga. 19% svaraði hvorki né.

Rúmlega helmingur stjórnenda finnst jafnlaunavottun lítilvæg.
Rúm­lega helm­ing­ur stjórn­enda finnst jafn­launa­vott­un lít­il­væg. Graf/​Pró­sent
Hversu mikilvæg eða lítilvæg er jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki á Íslandi, …
Hversu mik­il­væg eða lít­il­væg er jafn­launa­vott­un fyr­ir fyr­ir­tæki á Íslandi, eft­ir fjölda starfs­fólks. Graf/​Pró­sent
Hversu mikilvæg eða lítilvæg er jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki á Íslandi, …
Hversu mik­il­væg eða lít­il­væg er jafn­launa­vott­un fyr­ir fyr­ir­tæki á Íslandi, eft­ir því hvort fyr­ir­tækið sé með jafn­launa­vott­un eða ekki. Graf/​Pró­sent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert