Strætisvagn og fólksbíll skullu saman á horni Hverfisgötu og Klapparstígs fyrr í kvöld.
Vísir greindi fyrst frá.
Einn var fluttur á bráðamóttöku í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu. Slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang með dælubíl auk sjúkraflutningamanna og lögreglu.
Ekki er hægt að segja til um ástandið á viðkomandi að svo stöddu.