Framleiðendur dansa á línunni

Koffínmagn vinsælustu orkudrykkja landsins eru einu milligrammi frá reglumörkum.
Koffínmagn vinsælustu orkudrykkja landsins eru einu milligrammi frá reglumörkum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vin­sæl­ustu orku­drykk­irn­ir hér­lend­is eru einu milli­grammi af koff­ín­magni frá regl­um um há­marks koff­ín­magn sem selja má til ung­menna yngri en 18 ára. 

Orku­drykk­ir eru vin­sæl­ir meðal ung­menna en í fyrra neyttu 31 pró­sent fram­halds­skóla­nema orku­drykkja að minnsta kosti fimm sinn­um í viku. 

Jó­hanna Eyrún Torfa­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri nær­ing­ar á lýðheilsu­sviði embætt­is land­lækn­is, seg­ir al­gengt að íþrótta­fyr­ir­mynd­ir séu notaðar í markaðssetn­ingu orku­drykkja og markaðssetn­ing­in bein­ist oft bein­lín­is að börn­um og ung­menn­um.

Einu milli­grammi frá reglu­mörk­um

Í 330 milli­lítra dós af vin­sæl­ustu orku­drykkj­un­um á ís­lensk­um markaði eru 105 milli­grömm af koff­íni.

Sam­kvæmt regl­um má há­marks koff­ín­magn drykkja sem seld­ir eru ung­menn­um und­ir 18 ára aldri, ekki fara yfir 32 milli­grömm í hverj­um 100 milli­lítr­um.

Þá eru mörk­in 106 milli­grömm í 330 milli­lítra dós, ein­ung­is einu milli­grammi meira en vin­sæl­ustu orku­drykk­ir inni­halda.

Jó­hanna seg­ir orku­drykkja­fram­leiðend­ur ganga veru­lega ná­lægt mörk­um þess sem regl­ur heim­ila.

35% stelpna á framhaldsskólaaldri drekka að minnsta kosti fimm orkudrykki …
35% stelpna á fram­halds­skóla­aldri drekka að minnsta kosti fimm orku­drykki í viku. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Neysla ung­menna auk­ist

Sam­kvæmt Æsku­lýðsrann­sókn­inni frá ár­inu 2020 voru tæp­lega 24% fram­halds­skóla­nema sem neyttu orku­drykkja fjór­um sinn­um í viku, en á einu ári jókst hlut­fallið í rúm­lega 30%.

Í Æsku­lýðsrann­sókn­inni í fyrra var svar­mögu­leik­um breytt úr fjór­um orku­drykkj­um í fimm. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýndu að 31% fram­halds­skóla­nema drekka orku­drykki fimm sinn­um í viku.

Helm­ing­ur fram­halds­skóla­nema neyt­ir tveggja orku­drykkja eða fleiri á viku.

Þá eru stúlk­ur í meiri­hluta, en 35% þeirra neyta í hið minnsta fimm orku­drykkja á viku, sam­an­borið við 28% stráka. 

Hvar liggja mörk­in?

Sam­kvæmt Heilsu­veru er há­marks­neysla koff­íns barna yngri en 18 ára reiknuð þannig að miðað er við 1,4 milli­gramm á hvert kíló.

Því má áætla að fyr­ir 70 kílóa fram­halds­skóla­nema séu mörk­in 98 milli­grömm á dag, 7 milli­grömm­um minna en er í einni hefðbund­inni dós af vin­sæl­um orku­drykk. Há­marks­neysla fyr­ir 50 kílóa ung­menni eru 70 milli­grömm af koff­íni á dag. 

Þá er há­marks­koff­ínn­eysla full­orðinna ein­stak­linga 400 milli­grömm á dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert