Framsókn missir alla fjóra í borginni

Einar Þorsteinsson borgarstjóri kynnir áætlun fyrir 2025.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri kynnir áætlun fyrir 2025. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með mest fylgi flokka í Reykja­vík ef marka má niður­stöður skoðana­könn­un­ar sem Gallup vann fyr­ir Viðskipta­blaðið.

Fengi flokk­ur­inn 8 borg­ar­full­trúa ef gengið yrði til kosn­inga nú. Sam­fylk­ing­in myndi bæta tveim­ur við sína fimm en Fram­sókn missa alla sína fjóra.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með ríf­lega 31 pró­sents fylgi sam­an­borið við 34 pró­senta fylgi í mars. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 26 pró­senta fylgi sam­an­borið við 20 pró­senta fylgi í mars. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem hlaut tæp­lega nítj­án pró­senta fylgi í kosn­ing­un­um 2022 og fjóra borg­ar­full­trúa, mæl­ist nú með 3,1 pró­sents fylgi og myndi missa alla sína borg­ar­full­trúa ef gengið yrði til kosn­inga nú.

Sósí­al­ist­ar tapa fylgi en þeir mæl­ast með rúm­lega níu pró­senta fylgi sam­an­borið við þrett­án pró­senta fylgi í mars. Flokk­ur­inn myndi sam­kvæmt því halda sín­um tveim­ur borg­ar­full­trú­um.

Flokk­ur fólks­ins og Vinstri græn myndu halda sín­um borg­ar­full­trú­an­um hvor, með um 4,5 pró­senta fylgi. Pírat­ar myndu sömu­leiðis fá einn borg­ar­full­trúa kjör­inn, sam­an­borið við þrjá eft­ir kosn­ing­arn­ar 2022. Flokk­ur­inn mæl­ist með 5,7 pró­senta fylgi, sem er aðeins meira en í könn­un­inni í mars.

Viðreisn mæl­ist með 10,6 pró­senta fylgi og fengi tvo borg­ar­full­trúa kjörna og myndi bæta við sig ein­um. Miðflokk­ur­inn mæl­ist með 5,4 pró­senta fylgi og myndi ná inn ein­um manni, en flokk­ur­inn náði ekki inn manni í kosn­ing­un­um 2022.

Könn­un Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið var fram­kvæmd dag­ana 1. til 31. maí. Í úr­taki voru 4.263 Reyk­vík­ing­ar átján ára og eldri og var þátt­töku­hlut­fallið 43,4 pró­sent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert