Ísbíllinn til sölu: Getur „malað gull“

Ásgeir ræddi við mbl.is.
Ásgeir ræddi við mbl.is. mbl.is/Hari

Marg­ir tengja sum­arið við hljóm­inn af bjöll­um ís­bíla sem keyra um göt­ur lands­ins með ís, en nú er komið að tíma­mót­um. Fyr­ir­tækið Ísbíll­inn er komið á sölu og seg­ir eig­and­inn að virði þess gæti verið yfir 150 millj­ón­ir króna.

Það er fyr­ir­tækið Ísbíla­út­gerðin ehf. sem rek­ur Ísbíl­inn, en eig­and­inn, Ásgeir Bald­urs­son, til­kynnti fyrst um söl­una í færslu á Face­book-síðunni Fyr­ir­tæki til sölu/​óskast – Kennital­an.is.

„Vegna breyt­inga á per­sónu­leg­um hög­um er Ísbíll­inn til sölu. Stór­kost­legt fjár­fest­ing­ar­tæki­færi,“ skrif­ar Ásgeir í færsl­unni.

Fyr­ir­tækið verið í rekstri frá 1994

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann fyr­ir­tækið bjóða upp á tæki­færi fyr­ir þá sem hafa fjár­magn og metnað til að byggja ofan á það sem þegar er til staðar.

Ísbíll­inn hef­ur verið starf­rækt­ur síðan árið 1994 og hef­ur Ásgeir haldið um stjórn­artaum­ana frá ár­inu 2006. Í dag tel­ur bíla­floti fyr­ir­tæk­is­ins fjór­tán bíla, þar af eru tólf í notk­un.

„Ef ein­hver er með smá capital og svo­lít­inn dugnað þá get­urðu malað gull,“ seg­ir hann.

Met­ur fyr­ir­tækið á yfir 150 millj­ón­ir

Að sögn Ásgeirs fylgja rekstr­in­um fjöl­mörg rekstr­ar­tæki: bíla­floti, leiðar­kerfi, sölu­kerfi, vef­versl­un, raun­tíma­kort, viðburðaþjón­usta, samn­ing­ar við birgja, frysti­klefi og vara­hlut­ir.

„Miðað við hvernig rekst­ur­inn er bú­inn að vera þá hugsa ég að fullt virði sé svona 150 millj­ón­ir plús. En það kann vel að vera að ég myndi segja já við ein­hverju sem er ekki svo hátt,“ seg­ir Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert