Nýjar tillögur um eflingu talmeinaþjónustu við börn

Í skýrslunni er lögð áhersla á nýsköpun í menntun og …
Í skýrslunni er lögð áhersla á nýsköpun í menntun og lagt til að komið verði á fót nýrri námsbraut fyrir talþjálfa sem starfi undir leiðsögn talmeinafræðinga og sinni þjálfun barna í skólum. Mbl.is/Hari

Starfs­hóp­ur sem heil­brigðisráðherra skipaði árið 2023 hef­ur skilað ráðherra skýrslu með til­lög­um og grein­ar­gerð um end­ur­skipu­lagn­ingu og efl­ingu tal­meinaþjón­ustu við börn.

Í skýrsl­unni er lagt til að þjón­ust­an verði veitt á þrem­ur stig­um, í sam­ræmi við lög um samþætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna, með áherslu á snemm­tæk­an stuðning, ein­fald­ara þjón­ustu­kerfi og þjón­ustu í nærum­hverfi barna.

Meðal helstu til­lagna er að tryggð verði þjón­usta tal­meina­fræðinga inn­an heilsu­gæsl­unn­ar fyr­ir börn á aldr­in­um 0–2 ára, einkum í kjöl­far til­vís­ana frá ung- og smá­barna­vernd. Sveit­ar­fé­lög­in sinni áfram grunnþjón­ustu við börn á leik- og grunn­skóla­aldri, þar sem þjálf­un, ráðgjöf og fræðsla til for­eldra og starfs­fólks verði lyk­ilþætt­ir.

Þjón­usta í nærum­hverfi barns

Ef grunnþjón­usta dug­ar ekki til taki við sér­fræðiþjón­usta. Áhersla verði lögð á að þjón­ust­an fari fram í nærum­hverfi barns­ins, óháð því hver beri ábyrgð á henni, til að tryggja betra aðgengi og sem minnsta rösk­un í lífi barna og fjöl­skyldna þeirra.

Jafn­framt er lagt til að fjarþjón­usta verði efld og komið verði á miðlæg­um biðlista fyr­ir þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi tal­meina­fræðinga.

Þetta á að bæta yf­ir­sýn, tryggja for­gangs­röðun og auka gagn­sæi í þjón­ustu­veit­ingu.

Áhersla á ný­sköp­um

Í skýrsl­unni er einnig lögð áhersla á ný­sköp­un í mennt­un og lagt til að komið verði á fót nýrri náms­braut fyr­ir talþjálfa sem starfi und­ir leiðsögn tal­meina­fræðinga og sinni þjálf­un barna í skól­um.

Með því er stefnt að því að styðja við snemm­tæka íhlut­un og auka sveigj­an­leika þjón­ust­unn­ar.

Starfs­hóp­ur­inn legg­ur til að skil­yrði um til­vís­un lækn­is fyr­ir greiðsluþátt­töku verði af­num­in. Í stað þess nægi fag­legt mat tal­meina­fræðings í grunnþjón­ustu til að sækja um greiðsluþátt­töku vegna sér­fræðiþjón­ustu.

Ábyrgðar­skipt­ing end­ur­skoðuð

Loks er lagt til að ábyrgðar­skipt­ing sem sett var fram árið 2014 verði end­ur­skoðuð í ljósi nú­tíma­legs lagaum­hverf­is og fjöl­breyttra þarfa barna, sér­stak­lega þeirra sem hafa ís­lensku sem annað mál eða búa við margþætt­ar áskor­an­ir.

Mark­mið til­lagn­anna er að bæta líðan, stuðning og rétt­indi barna með frá­vik í tali og málþroska með skýrri þjón­ustu­skipt­ingu, samþætt­ingu og góðu aðgengi í nærum­hverfi þeirra.

Skýrsl­an með öll­um til­lög­um og grein­ar­gerð er aðgengi­leg á vef Stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert