Skjálftinn stærri en fyrstu tölur gáfu til kynna

Upptök skjálftans voru á Krýsuvíkursvæðinu.
Upptök skjálftans voru á Krýsuvíkursvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti sem átti upp­tök sín á Krýsu­vík­ur­svæðinu fannst vel á suðvest­ur­horni lands­ins um klukk­an hálfell­efu.

Á vef Veður­stof­unn­ar seg­ir að skjálft­inn hafi verið 3,4 að stærð. Eru það mæl­ing­ar sem búið er að fara yfir. Fyrstu töl­ur gáfu til kynna að skjálft­inn hefði verið 2,8 að stærð.

Nokkr­ir minni skjálft­ar fylgdu í kjöl­farið.

Upp­fært klukk­an 23.00:

Upp­tök skjálft­ans voru í Mó­hálsa­dal, rétt vest­an Krýsu­vík­ur á Reykja­nesskaga. Ríf­lega tutt­ugu eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt. Eru þeir á um 2-6 km dýpi. 

Veður­stof­unni hafa borist til­kynn­ing­ar um að skjálft­inn hafi fund­ist á Reykja­nesskaga og höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert