Talsvert magn af olíu var í ökutækinu sem kviknaði í á Norðfjarðarvegi laust fyrir klukkan 16 í dag.
Í tilkynningu lögreglu segir að ökutækið hafi verið á vegum Vegagerðarinnar og var við málningarvinnu.
Unnið er að því að tæma ökutækið af olíu.
Óvíst er hvenær því starfi lýkur en gera má ráð fyrir að göngin á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar verði áfram lokuð næsta klukkutímann, hið minnsta.
„Umferð verður hleypt á veginn undir eftirliti um leið og það þykir óhætt,“ segir í tilkynningunni.
Uppfært klukkan 18.01:
Unnið er að því að opna fyrir umferð um Norðfjarðarveg undir eftirliti. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega um veginn engu að síður.
Í tilkynningu lögreglu er þeim þökkuð þolinmæðin.