Talsvert magn af olíu í ökutækinu sem kviknaði í

Ökutækið er illa leikið.
Ökutækið er illa leikið. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Tals­vert magn af olíu var í öku­tæk­inu sem kviknaði í á Norðfjarðar­vegi laust fyr­ir klukk­an 16 í dag.

Í til­kynn­ingu lög­reglu seg­ir að öku­tækið hafi verið á veg­um Vega­gerðar­inn­ar og var við máln­ing­ar­vinnu.

Unnið er að því að tæma öku­tækið af olíu.

Óvíst er hvenær því starfi lýk­ur en gera má ráð fyr­ir að göng­in á milli Eskifjarðar og Nes­kaupstaðar verði áfram lokuð næsta klukku­tím­ann, hið minnsta.

„Um­ferð verður hleypt á veg­inn und­ir eft­ir­liti um leið og það þykir óhætt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Upp­fært klukk­an 18.01:

Unnið er að því að opna fyr­ir um­ferð um Norðfjarðar­veg und­ir eft­ir­liti. Öku­menn eru beðnir um að fara var­lega um veg­inn engu að síður.

Í til­kynn­ingu lög­reglu er þeim þökkuð þol­in­mæðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert