Tómas hleypur hvorki með né styrkir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Tóm­as Guðmunds­son skáld mun hvorki hlaupa með Valdi­mar Sverris­syni, ljós­mynd­ara og uppist­and­ara, né styrkja hann í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í sum­ar enda er hann löngu fall­inn frá, auk þess sem ekki eru vas­ar á lík­klæðum.

    Þetta kem­ur fram í grín­mynd­bandi sem Valdi­mar hef­ur gert í til­efni af hlaup­inu og sjá má hér að neðan. Tóm­as lof­ar þó að vera með hlaup­ar­an­um í anda.  

    Í sum­ar eru liðin tíu ár síðan Valdi­mar missti sjón­ina í kjöl­far aðgerðar þar sem æxli var fjar­lægt úr heila hans. Af því til­efni ætl­ar hann að hlaupa 10 km í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu 23. ág­úst og safna um leið áheit­um fyr­ir Grens­ás­deild Land­spít­al­ans en þar fékk hann á sín­um tíma góða umönn­un og mik­il­væga end­ur­hæf­ingu eft­ir aðgerðina.

    „Þetta verður átt­unda hlaupið mitt og ég hef safnað fyr­ir ýmsa aðila en þótti til­valið að gera það núna fyr­ir Grens­ás­deild­ina af þessu til­efni," seg­ir Valdi­mar. 

    Hann æfir nú af kappi ásamt aðstoðar­manni sín­um, Jó­steini Ein­ars­syni, sem hleyp­ur með hon­um sem fyrr. „Hann bros­ir út að eyr­um fyr­ir það eitt að fá að hlaupa með mér,“ seg­ir Valdi­mar. 

    Hann seg­ir gam­an að leika sér að töl­um í þessu sam­bandi. „Það eru tíu ár síðan ég missti sjón­ina og þetta verður átt­unda hlaupið. Tíu plús átta eru 18 og svo skemmti­lega vill til að ég á ein­mitt af­mæli í dag, 18. júní."

    Valdi­mar deil­ir af­mæl­is­degi með sjálf­um Sir Paul McCart­ney sem tal­ar ein­mitt ómeðvitað til hans í Bítla­lag­inu fræga Birt­hday:

    „They say it's your birt­hday
    Well, it's my birt­hday too, yeah
    They say it's your birt­hday
    We're gonna have a good time“  

    Valdi­mar náði aldrei að sjá Sir Paul á tón­leik­um meðan hann hafði sjón­ina en hef­ur í tvígang verið á tón­leik­um hans síðan, í New York 2017 og aft­ur í Lund­ún­um 2018. Fékk þá bæði Ronnie Wood úr The Roll­ing Stones og hinn eft­ir­lif­andi Bít­il­inn Ringo Starr í kaup­bæti sem gesti á sviðinu. 

    Fór að grín­ast eft­ir að hann missti sjón­ina

    Þegar Valdi­mar varð blind­ur fór hann fyrst að grín­ast fyr­ir al­vöru enda hafði hann aldrei áður þorað að standa frammi fyr­ir hópi fólks og fara með gam­an­mál. Valdi­mar hóf einnig að gera grín­mynd­bönd þar sem hann fékk þjóðþekkta ein­stak­linga til að leika á móti sér. 
    Í nýja mynd­band­inu koma við sögu Biggi í Gildrunni, Friðrik Álfur pönk­ari, Saxi lækn­ir, Ei­rík­ur Fjal­ar, Kon­ung­ur rokks­ins og séra Pét­ur Þor­steins­son. Að ógleymd­um Tóm­asi Guðmunds­syni. 
    Tómas Guðmundsson og Valdimar Sverrisson fara yfir málin.
    Tóm­as Guðmunds­son og Valdi­mar Sverris­son fara yfir mál­in.
    Ekki nóg með það. Valdi­mar og Pét­ur hafa ákveðið að sam­eina krafta sína og verða með uppist­ands­sýn­ingu í Hann­es­ar­holti þann 30. ág­úst klukk­an 20:00. Miðaverð er kr. 2.500 og all­ur ágóði sýn­ing­ar­inn­ar renn­ur til Grens­ás­deild­ar LSH. 
    Valdi­mar stefn­ir á að safna einni millj­ón króna. 
    Guðrún Braga­dótt­ir, deild­ar­stjóri end­ur­hæf­ing­ar­deild­ar á Grens­ás, er þakk­lát fyr­ir fram­takið og seg­ir að fénu verði varið til kaupa á snjall­dýnu með snún­ings­tækni. Hún hef­ur þá eig­in­leika að draga úr þrýst­ings­sár­um, auk þess sem gró­and­inn í sár­um verður betri. Ein slík dýna hef­ur þegar verið tek­in í notk­un á deild­inni og gefið góða raun, að sögn Guðrún­ar. 
    „Þess­ar dýn­ur gera það að verk­um að óþarfi er að snúa fólki á nótt­unni sem þýðir að fólk sef­ur bet­ur og færra starfs­fólk þarf að vera til staðar,“ seg­ir Guðrún. 
    Valdimar og séra Pétur Þorsteinsson verða saman með uppistand 30. …
    Valdi­mar og séra Pét­ur Þor­steins­son verða sam­an með uppistand 30. ág­úst.
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert