Bensín fannst í sýnum á Hjarðarhaga

Tveir menn létust í eldsvoðanum á Hjarðarhaga.
Tveir menn létust í eldsvoðanum á Hjarðarhaga. mbl.is/Eyþór Árnason

Bens­ín fannst í sýn­um sem voru tek­in í kjall­ara­í­búð á Hjarðar­haga í Vest­ur­bæn­um, þar sem tveir menn lét­ust í elds­voða í síðasta mánuði. 

Þetta staðfest­ir Elín Agnes Eide Krist­ín­ar­dótt­ir, yf­ir­lög­regluþjónn á rann­sókn­ar­sviði lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is, en rann­sókn máls­ins er enn í gangi.

Næstu skref rann­sókn­ar­inn­ar eru að sögn El­ín­ar skýrslu­taka af vitn­um ásamt slösuðum en hún seg­ir rann­sókn elds­voðans vel á veg komna. 

Eng­inn með stöðu sak­born­ings

Eng­inn er með stöðu sak­born­ings í mál­inu og seg­ir Elín stöðuna enn óbreytta. Hún tel­ur bens­ín­fund­inn ekki fresta rann­sókn um of. 

Fjór­ir menn bjuggu í kjall­ara­í­búðinni við Hjarðar­haga þar sem eld­ur­inn kom upp. Þrír þeirra voru í íbúðinni og lét­ust tveir þeirra. 

Menn­irn­ir sem lét­ust í elds­voðanum voru Banda­ríkjamaður á sex­tugs­aldri og Tékki á fer­tugs­aldri. Sá þriðji er Ung­verj­inn Sári Morg Ger­gö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert