Bláfugl greiði 55 milljónir í skaðabætur

Lands­rétt­ur hef­ur dæmt Blá­fugl ehf. til að greiða 10 fyrr­ver­andi flug­mönn­um fé­lag­ins sam­tals 55,5 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur vegna ólög­mætra upp­sagna. 

Í lok des­em­ber árið 2020 var öll­um fa­stráðnum flug­mönn­um fé­lags­ins, sem tóku kjör kjara­samn­ings FÍA og Blá­fugls, sagt upp störf­um með þriggja mánaða fyr­ir­vara.

Með dómi Fé­lags­dóms í sept­em­ber 2021 var fall­ist á að upp­sagn­irn­ar hefðu verið ólög­mæt­ar þar sem þær brytu gegn ákvæði a-liðar 4. gr. laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.

Hærri bæt­ur

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hafði dæmt Blá­fugl til að greiða flug­mönn­un­um 10 sam­tals 30 millj­ón­ir kr. í skaðabæt­ur í dóm­um sem féllu í júlí í fyrra. Lands­rétt­ur staðfest­ir bóta­kröf­una en hækk­ar hana um sam­tals 25 millj­ón­ir kr. 

Í dómi Lands­rétt­ar kom meðal ann­ars fram að til úr­lausn­ar væri hvort Blá­fugl hefði með upp­sögn­um brotið gegn for­gangs­rétt­ar­á­kvæðum og starfs­ald­urs­regl­um kjara­samn­ings FÍA og Blá­fugls þannig að leiddi til bóta­skyldu fé­lags­ins.

Upp­sagn­irn­ar or­sök tekjutaps

Lagt var til grund­vall­ar að Blá­fugl hefði, með því að fá aðra flug­menn sem stóðu utan FÍA til að tak­ast á hend­ur störf við flug til Íslands og frá því, brotið gegn samn­ings­skyld­um sín­um gagn­vart flug­mönn­un­um með þeim hætti að fé­lagið væri skaðabóta­skylt.

Af gögn­um máls­ins mætti ráða að tekj­ur flug­mann­anna hefðu lækkað um­tals­vert eft­ir að upp­sagn­ar­fresti lauk og því ljóst að þeir hefðu orðið fyr­ir tjóni þar sem Blá­fugl virti ekki for­gangs­rétt þeirr­ar til flugstarfa. Upp­sagn­irn­ar væru or­sök tekjutap þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert