Borgin heldur kvenréttindadaginn hátíðlegan

110 ár eru síðan að íslenskar konur 40 ára og …
110 ár eru síðan að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg stend­ur fyr­ir fjöl­breyttri dag­skrá í dag, 19. júní, í til­efni af kven­rétt­inda­deg­in­um. 110 ár eru síðan ís­lensk­ar kon­ur, 40 ára og eldri, fengu kosn­inga­rétt og kjörgengi til Alþing­is. 

Dag­skrá­in hefst klukk­an 16 í Hóla­vallag­arði þar sem Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, legg­ur blóm­sveig að leiði Bríet­ar Bjarn­héðins­dótt­ur bar­áttu­konu en hún var ein af stofn­end­um Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands. 

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands verður með fyr­ir­partý í and­dyri og garði Hall­veig­arstaða í til­efni dags­ins. Þar sem Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Kven­fé­laga­sam­band Íslands og Banda­lag kvenna í Reykja­vík bjóða upp á kaffi, klein­ur og létt­ar veig­ar.

Stór­stjörn­ur stíga á svið

Að loknu partý­inu verður gengið yfir á tón­leika Kvenna­árs­ins í Hljóm­skólag­arðinum sem hefst kl 19 en þar munu Bríet, Reykja­vík­ur­dæt­ur, Heim­ilistón­ar, Coun­tess Malaise og Mammaðín stíga á svið. Mat­ar­vagn­ar verða einnig á staðnum. 

Borg­ar­sögu­safn býður einnig upp á fræðslu­göngu um sögu­slóðir kvenna í miðbæ Reykja­vík­ur. Gang­an hefst klukk­an 19 við Borg­ar­bóka­safnið Gróf­inni. Stoppað verður á völd­um stöðum og greint frá mörg­um merk­um þátt­um í sögu kvenna í Reykja­vík. 

Í Hóla­vallag­arði verður einnig boðið upp á sögu­göngu þar sem skoðuð verður birt­ing­ar­mynd kvenna í kirkju­g­arði. Göng­una leiðir Heim­ir Janus­ar­son, um­sjón­ar­maður Hóla­vallag­arðs. Gang­an hefst klukk­an 19. 

Þá verður heim­ild­ar­mynd­in „Dag­ur­inn sem Ísland stöðvaðist“ eft­ir Pamelu Hog­an og Hrafn­hildi Gunn­ars­dótt­ur sýnd í Bíó Para­dís í til­efni dags­ins. Sýn­ing­in hefst klukk­an 19 og mun Hrafn­hild­ur, fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar, segja frá gerð mynd­ar­inn­ar að lok­um sýn­ing­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert