Bráðaaðgerðir í undirbúningi

Brúarárfoss er einn þriggja fossa sem falla í Brúará. Hinir …
Brúarárfoss er einn þriggja fossa sem falla í Brúará. Hinir tveir eru Hlauptungufoss og Miðfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Full­trú­ar lög­reglu, sveit­ar­fé­lags Blá­skóg­ar­byggðar, Ferðamála­stofu, Lands­bjarg­ar, Safe Tra­vel, Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un­ar, Markaðsstofu Suður­lands og land­eig­enda funduðu til að ræða ör­ygg­is­mál við Brúará í dag.

Ástæðan var bana­slys í byrj­un júní þar sem er­lend ferðakona lést. Á síðustu þrem­ur árum hafa þrír ferðamenn látið lífið í Brúará.

„Við átt­um fund með lög­reglu í vik­unni eft­ir síðasta slysið og í morg­un funduðu síðan all­ir helstu hags­munaaðilar,“ seg­ir Ásta Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Blá­skóg­ar­byggðar, í sam­tali við mbl.is.

„Fókus­inn var að mestu leyti á þessi slys við Brúará og sett var fram ákveðin áætl­un um bráðaaðgerðir.“

Unnið er að um­sókn um fram­lög úr Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða vegna kostnaðar við úr­bæt­ur. Í bráðaaðgerðunum felst meðal ann­ars að bæta merk­ing­ar og upp­lýs­inga­gjöf til ferðamanna.

Af­marka svæði og setja upp skilti

„Við erum að fara í að setja upp skilti og miðla upp­lýs­ing­um á vef og með öðrum hætti,“ seg­ir Ásta. Einnig verður svæðið af­markað með svo­kölluðum staura- og banda­kerf­um, þar sem ferðafólki er sýnt með skýr­um hætti hvaða svæði eru tal­in hættu­leg.

Þrátt fyr­ir að svæðið við Brúará sé ekki form­lega skil­greint sem ferðamannastaður hef­ur það dregið að sér fjölda ferðamanna.

Ásta seg­ir að erfitt geti verið að hafa taum­hald á ferðamönn­um, „en það er hægt að merkja bet­ur og upp­lýsa þá bet­ur, sýna þeim hvar hætt­ur eru og í hverju þær fel­ast.“

Að lok­um ít­rek­ar Ásta mik­il­vægi þess að all­ir hlutaðeig­andi standi sam­an. „All­ir sem koma að þess­um mál­um þurfa að taka hönd­um sam­an, miðla upp­lýs­ing­um og leiðbeina þeim sem eru á ferð um landið. Það eru víða hætt­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert