Felld tillaga reyndist samþykkt

Fasteignaverð hefur hækkað í Hvergerði undanfarin ár.
Fasteignaverð hefur hækkað í Hvergerði undanfarin ár. mbl.is/Árni Sæberg

Til­laga sem sögð var felld í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Hvera­gerðis í dag reynd­ist við nán­ari skoðun vera samþykkt. Bæj­ar­stjór­inn seg­ir full­trúa meiri­hlut­ans sátt­an við samþykkt til­lög­unn­ar.

Aðeins einn bæj­ar­full­trúi, sem er full­trúi D-list­ans, greiddi at­kvæði með til­lög­unni. Til­lag­an sneri að því að lækka fast­eigna­gjöld á eig­end­ur íbúðar­húsa og at­vinnu­hús­næðis.

Í til­lög­unni kem­ur fram að fast­eigna­mat hafi hækkað tölu­vert í Hvera­gerði und­an­farið. Þar seg­ir að fast­eigna­mat íbúðahús­næðis hafi hækkað um 10,1% á milli ára og fast­eigna­mat at­vinnu­hús­næðis um því sem nem­ur 11,7%

Eitt at­kvæði dugði

Full­trú­ar meiri­hlut­ans sátu hjá en sam­kvæmt 17. gr. Sveit­ar­fé­lagalaga telst hjá­seta vera þátt­taka á fund­in­um.

Eitt at­kvæði telst vera af­ger­andi meiri­hluti í at­kvæðagreiðslunni og því var til­lag­an samþykkt. Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi D-list­ans og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Hvera­gerðis, benti á þetta á Face­book

Nú­ver­andi bæj­ar­stjóri Pét­ur Georg Mark­an seg­ir í sam­tali við mbl.is að meiri­hlut­inn uni þeirri niður­stöðu vel.

Hann seg­ir að nú verði að skoða út­færslu henn­ar nán­ar fyr­ir fjár­hags­áætl­un sem lögð verði fram í haust og kosið um í bæj­ar­ráði í vet­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert