Tillaga sem sögð var felld í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis í dag reyndist við nánari skoðun vera samþykkt. Bæjarstjórinn segir fulltrúa meirihlutans sáttan við samþykkt tillögunnar.
Aðeins einn bæjarfulltrúi, sem er fulltrúi D-listans, greiddi atkvæði með tillögunni. Tillagan sneri að því að lækka fasteignagjöld á eigendur íbúðarhúsa og atvinnuhúsnæðis.
Í tillögunni kemur fram að fasteignamat hafi hækkað töluvert í Hveragerði undanfarið. Þar segir að fasteignamat íbúðahúsnæðis hafi hækkað um 10,1% á milli ára og fasteignamat atvinnuhúsnæðis um því sem nemur 11,7%
Fulltrúar meirihlutans sátu hjá en samkvæmt 17. gr. Sveitarfélagalaga telst hjáseta vera þátttaka á fundinum.
Eitt atkvæði telst vera afgerandi meirihluti í atkvæðagreiðslunni og því var tillagan samþykkt. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarfulltrúi D-listans og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis, benti á þetta á Facebook.
Núverandi bæjarstjóri Pétur Georg Markan segir í samtali við mbl.is að meirihlutinn uni þeirri niðurstöðu vel.
Hann segir að nú verði að skoða útfærslu hennar nánar fyrir fjárhagsáætlun sem lögð verði fram í haust og kosið um í bæjarráði í vetur.