„Getur ekki leyft tilfinningunum að þvælast fyrir“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn, seg­ir að lög­reglu­mál er snúa að börn­um hafi reynst hon­um erfiðust að eiga við and­lega þegar hann starfaði við lög­gæslu. 

    Átti það bæði við þegar um var að ræða heim­il­isof­beldi og þegar börn dóu.

    „Ég finn það á fé­lög­um mín­um að þetta eru mál sem sitja mest í mönn­um og ég get tekið und­ir það,“ seg­ir Grím­ur í Dag­mál­um.

    Eins seg­ir hann snjóflóð í Skutuls­firði, Súðavík og á Flat­eyri á ár­un­um 1994-1995 hafa reynst hon­um erfið. „Þetta eru mál sem sitja í manni,“ seg­ir Grím­ur.

    Aldrei sótt sér sál­fræðiþjón­ustu 

    Hann seg­ist ekki hafa sótt sér form­lega sál­fræðiþjón­ustu þó að hann þurfi ef­laust á því að halda.

    „En það er tals­verður fé­lag­astuðning­ur í lög­regl­unni og við fáum ákveðna þjálf­un í því til stuðnings við fé­lag­ana. Hann er bæði form­leg­ur og óform­leg­ur og fé­lag­arn­ir eru þeir sem best er að tala um svona við,“ seg­ir Grím­ur.

    „Svo er það þannig að þegar maður er í erfiðum mál­um þá er maður ein­beitt­ur í því og get­ur ekki leyft til­finn­ing­un­um að þvæl­ast fyr­ir manni á þeim tíma­punkti. En svo ger­ist það síðar að til­finn­ing­ar koma upp og þá þarf maður ein­hvern veg­inn að vinna með það.“ 

    Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar …
    Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Karítas
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert