Hefja samstarf gegn skipulagðri brotastarfsemi

Samstarfið nær til næstu fjögurra ára.
Samstarfið nær til næstu fjögurra ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­lög­reglu­stjóri og 12 aðrar op­in­ber­ar stofn­an­ir und­ir­rituðu ný­lega sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi sem bein­ist gegn hinu op­in­bera.

Í til­kynn­ingu á vef lög­regl­unn­ar seg­ir að mark­mið sam­starfs­ins sé að efla mót­stöðu sam­fé­lags­ins gegn slík­um brot­um og draga úr þeim veik­leik­um sem glæpa­sam­tök kunna að nýta sér. 

Þær stofn­an­ir sem koma að sam­starf­inu eru: Auðkenni, Fjár­sýsl­an, Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, Skatt­ur­inn, Sta­f­rænt Ísland, Trygg­inga­stofn­un, Vinnu­eft­ir­litið, Vinnu­mála­stofn­un, Útlend­inga­stofn­un, Þjóðskrá, héraðssak­sókn­ari og rík­is­lög­reglu­stjóri. 

„Skil­virk­ar for­varn­ir, auk­in þjálf­un og fræðsla, betri gæði auðkenn­ing­ar og hröð og áreiðan­leg upp­lýs­inga­miðlun er liður í því að efla mót­stöðu sam­fé­lags­ins gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi sem bein­ist gegn hinu op­in­bera,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Sam­starf til fjög­urra ára

Hóp­ur­inn verður kallaður sam­an að lág­marki þris­var á ári þar sem farið verður yfir fram­gang verk­efna og áhersl­ur mótaðar. Þess á milli starfar fram­kvæmdat­eymi sem til­nefnt er í og starfar í umboði stofn­an­anna,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni en full­trú­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og héraðssak­sókn­ara eiga fast sæti í teym­inu. 

Teymið hef­ur það hlut­verk að vera leiðandi í þróun sam­starfs­ins, taka ákv­arðanir um áherslu­verk­efni, leiða umræður á sam­ráðsfund­um og út­búa aðgerðaráætl­un. Rík­is­lög­reglu­stjóri boðar sam­starfs­fundi sam­starfsaðila, leiðir fram­kvæmdat­eymi og boðar fundi þess. 

Sam­starfið nær til næstu fjög­urra ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert