Írskir lögreglumenn á leið til landsins

Síðast er vitað um ferðir Jóns Þrastar í Dyflinni á …
Síðast er vitað um ferðir Jóns Þrastar í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019.

Lög­reglu­menn frá Írlandi eru vænt­an­leg­ir til Íslands í næstu viku í tengsl­um við rann­sókn þeirra á hvarfi Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyfl­inni á Írlandi í fe­brú­ar 2019.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að samþykkt rétt­ar­beiðni liggi fyr­ir og til standi að taka skýrsl­ur af um 35 manns vegna máls­ins.

Mun lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu veita liðsinni vegna þessa.

„Tekið skal fram að fyr­ir­hugaðar skýrslu­tök­ur eru á for­ræði og und­ir stjórn ís­lensku lög­regl­unn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Við rann­sókn máls­ins hef­ur verið kallað eft­ir upp­lýs­ing­um frá al­menn­ingi og er það ít­rekað hér, en þeim má koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið abend­ing@lrh.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert