Sigríðar ekki leitað í dag

Sigríður Jóhannsdóttir sást síðast á Digranesheiði í Kópavogi á föstudag.
Sigríður Jóhannsdóttir sást síðast á Digranesheiði í Kópavogi á föstudag. Samsett mynd

Eng­in leit að Sig­ríði Jó­hanns­dótt­ur er fyr­ir­huguð í dag, Sig­ríðar hef­ur verið saknað síðan á föstu­dag. Lög­reglu­full­trúi seg­ir stöðuna end­ur­metna ef nýj­ar vís­bend­ing­ar ber­ast.

Leit er ekki form­lega hætt en frek­ari ákvörðun verður tek­in um helg­ina, staðfest­ir Sigrún Krist­ín Jón­as­dótt­ir, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Síðast er vitað um ferðir Sig­ríðar á Digra­nes­heiði í Kópa­vogi síðdeg­is föstu­dag­inn 13. júní.

Leit í Elliðaár­dal eng­an ár­ang­ur borið

Lög­regla fékk nýj­ar vís­bend­ing­ar í tengsl­um við leit­ina á þriðju­dag. Hóf þá lög­regla ásamt björg­un­ar­sveit leit í Elliðaár­dal.

Sigrún seg­ir leit­ina í Elliðaár­dal eng­an ár­ang­ur hafa borið þrátt fyr­ir mikið um­fang. 

Lög­regl­an biður þau sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Sig­ríðar að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 112 eða 444 1000 eða með tölvu­pósti á net­fangið 100@lrh.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert