Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Frá formannsskiptunum þar sem Sigríður tók við formennsku.
Frá formannsskiptunum þar sem Sigríður tók við formennsku. Ljósmynd/Aðsend

Sig­ríður Stef­áns­dótt­ir er nýr formaður í stjórn Rauða kross­ins á Íslandi en hún tek­ur við for­mennsku af Silju Báru Ómars­dótt­ur sem hef­ur sinnt for­mennsk­unni síðastliðin þrjú ár. 

For­manns­skipt­in áttu sér stað á fundi stjórn­ar­inn­ar í gær en Silja Bára var ný­lega kjör­in rektor við Há­skóla Íslands og tek­ur hún við því embætti 1. júlí nk. 

Sig­ríður hef­ur verið vara­formaður stjórn­ar­inn­ar und­an­far­in þrjú ár. Hún hef­ur verið sjálf­boðaliði hjá Rauða kross­in­um frá ár­inu 2017. Í til­kynn­ingu frá Rauða kross­in­um seg­ir að Sig­ríður sé með BA-próf í al­menn­um þjóðfé­lags­fræðum frá Há­skóla Íslands auk þess sem hún stundaði fram­halds­nám í stjórn­mála­fræði í Þýskalandi. Sig­ríður hef­ur einnig lokið námi til kennslu­rétt­inda. 

Sig­ríður hef­ur kennt fé­lags­fræði og stjórn­mála­fræði við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri auk þess sem hún sinnti stjórn­un­ar­störf­um hjá Ak­ur­eyr­ar­bæ á ár­un­um 1998 til 2017. Hún var bæj­ar­full­trúi og bæj­ar­ráðsmaður á Ak­ur­eyri á ár­un­um 1984 til 1998 og for­seti bæj­ar­stjórn­ar í tvö ár. 

Legg­ur áherslu á að fjölga sjálf­boðaliðum

„Ég tek við starfi for­manns með mik­illi auðmýkt, til­hlökk­un og virðingu fyr­ir þeim sem starfa fyr­ir Rauða kross­inn, bæði sjálf­boðaliðum og starfs­fólki,“ er haft eft­ir Sig­ríði í til­kynn­ingu. 

Vill hún leggja sér­staka áherslu á að fjölga sjálf­boðaliðum og styðja við störf þeirra. Þá vill hún einnig reyna að tryggja að starf Rauða kross­ins verði öfl­ugt um allt land. 

Silja Bára seg­ir að það hafi verið mik­ill heiður að vera í stjórn Rauða kross­ins og gegna for­mennsku síðustu árin. Seg­ir hún starf Rauða kross­ins vera afar mik­il­vægt, ekki aðeins hér á Íslandi held­ur einnig á alþjóðavett­vangi. 

„Ég lýk stjórn­ar­setu í Rauða kross­in­um með þakk­læti en held áfram að vera fé­lagi og mann­vin­ur,“ seg­ir Silja Bára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert