„Þá sáum við að hvalur lá þvert yfir peruna“

Starfsmenn Seyðisfjarðarhafnar og áhöfn Norrænu losuðu hræið af stefni skipsins …
Starfsmenn Seyðisfjarðarhafnar og áhöfn Norrænu losuðu hræið af stefni skipsins en talið er að um hnúfubak sé að ræða. Ljósmynd/Hlynur Oddsson

Losa þurfti hvals­hræ af peru­stefni Nor­rænu eft­ir að ferj­an kom í höfn á Seyðis­firði í morg­un. Virðist vera að ferj­an hafi, á leið sinni frá Fær­eyj­um til Seyðis­fjarðar, siglt á hval­inn sem sat pikk­fast­ur á peru­stefn­inu.

Starfs­menn Seyðis­fjarðar­hafn­ar og áhöfn Nor­rænu losuðu hræið af stefni skips­ins en talið er að um hnúfu­bak sé að ræða.

Rún­ar Gunn­ars­son, yf­ir­hafn­ar­vörður hafna Múlaþings, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hafn­ar­starfs­menn hafi ekki vitað af at­vik­inu þegar Nor­ræna kom til hafn­ar.

„Þeir koma bara hérna siglandi inn fjörðinn eins og þeir gera. Við stóðum á bryggj­unni og okk­ur fannst þetta eitt­hvað skrítið, það var svo mik­il áber­andi alda sem skipið var að ryðja frá sér.

Svo þegar hann kem­ur aðeins nær þá sáum við að hval­ur lá þvert yfir per­una á skip­inu, hann var al­veg klesst­ur ofan í per­una og eig­in­lega bara límd­ur við.“

„Svo þegar hann kemur aðeins nær þá sáum við að …
„Svo þegar hann kem­ur aðeins nær þá sáum við að hval­ur lá þvert yfir per­una á skip­inu, hann var al­veg klesst­ur ofan í per­una og eign­lega bara límd­ur við.“ Ljós­mynd/​Hlyn­ur Odds­son

Áhöfn­in fann fyr­ir höggi

Rún­ar seg­ir áhöfn skips­ins telja að árekst­ur­inn við hval­inn hafi orðið um klukk­an sjö í morg­un en þá hafi högg komið á skipið.

Svo lýs­ir hann at­vik­um þannig að þegar ferj­an hafi verið kom­in að bryggju hafi skip­stjór­inn komið niður á bryggj­una og menn skegg­rætt hvernig þeir ættu að snúa sér í mál­inu.

Smyr­il Line hafi afráðið að fá hjóla­gröfu til að draga hval­inn af per­unni með stroffu sem komið var fyr­ir utan um sporð hvals­ins. Það hafi ekki gengið nógu vel og stroff­an slitnað.

„Þetta er nátt­úru­lega svo þungt. Strák­ur­inn á gröf­unni hélt að þetta væri svona 15-20 tonn því graf­an réð ekk­ert við þetta.“

Þá var brugðið á það ráð að slaka niður land­festa­togi úr skip­inu sem tókst að draga utan um sporðinn og þá gátu þeir dregið hann af með land­festa­spil­un­um um borð í skip­inu.

„Það var bara eitt híf og þá datt hann af. Hann er bara bund­inn við bryggju­end­ann hjá okk­ur, þetta er svo þungt að við náum hon­um ekk­ert upp á bryggj­una. Við dróg­um hann bara fyr­ir end­ann á bryggj­unni og bund­um hann þar.“

Hafn­ar­starfs­menn hafa verið í sam­bandi við Land­helg­is­gæsl­una, sem hef­ur verið í sam­bandi við Mat­væla­stofn­un og nú seg­ir Rún­ar að beðið sé eft­ir frek­ari fyr­ir­mæl­um.

„Mér þykir trú­legt að gæsl­an dragi hann eitt­hvað út og sökkvi hon­um, hvernig sem það verður gert.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert