„Þetta þykir okkur mikill ósómi“

Það er vissara að leita að salerni geti menn ekki …
Það er vissara að leita að salerni geti menn ekki haldið í sér en stundum bresta flóðgáttirnar utandyra. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa án efa þurft að láta spúla göturnar í kjölfar tíðra þvagláta. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg/Þorgeir/Colourbox

Mik­ill er­ill var hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri um síðustu helgi. Margt fólk var í bæn­um, meðal ann­ars vegna Bíla­daga og júbíl­anta­hátíðar út­skrift­ar­ár­ganga Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri.

Fimmtán voru kærðir fyr­ir brot á lög­reglu­samþykkt þar sem þeir voru að kasta af sér vatni í miðbæn­um á Ak­ur­eyri. Ölvun kom þar við sögu.

Þetta seg­ir Jó­hann­es Sig­fús­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta þykir okk­ur mik­ill ósómi og lát­um þetta ekki af­skipta­laust ef við verðum vör við þetta. Fólk fær sekt­ir fyr­ir þetta.“

360 mál skráð í dag­bók lög­reglu

„Við erum sæmi­lega sátt­ir við heild­ar­út­kom­una, miðað við fjölda í bæn­um og fyrri reynslu,“ seg­ir Jó­hann­es og tek­ur skýrt fram að þar eigi hann við al­var­leika brota, ekki fjölda. Til að mynda hefði ekk­ert mál verið skráð í dag­bók lög­reglu um helg­ina þar sem vopni hefði verið beitt.

Hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra voru 360 mál skráð í dag­bók lög­reglu frá há­degi á fimmtu­deg­in­um 12. júní og fram á mánu­dags­morg­un, 16. júní, sem telst mjög mikið.

„Inni í þessu eru líka hraðakst­urs­mál sem koma inn í hraðamynda­vél, þau voru 54, þannig að þetta eru samt 300 mál,“ seg­ir Jó­hann­es.

Spurður um fjölda mála sem tengd­ust skemmt­ana­haldi helgar­inn­ar seg­ir hann um­dæmið stórt og því erfitt að segja til um fjölda brota sem tengd­ust ákveðnum stöðum eða viðburðum.

„Þetta er allt Norður­land eystra sem eru fimm lög­reglu­stöðvar og 23 þúsund fer­kíló­metr­ar.

Í dag­bók­ina eru skráð öll mál sem koma upp í um­dæm­inu okk­ar á þessu tíma­bili, en lang­flest eru á Ak­ur­eyri og tengj­ast þessu skemmt­ana­haldi,“ svar­ar Jó­hann­es.

87 umferðarlagabrot áttu sér stað í umdæminu, meðal annars hraðakstursmál …
87 um­ferðarlaga­brot áttu sér stað í um­dæm­inu, meðal ann­ars hraðakst­urs­mál sem lög­regl­an tek­ur inni í bíl­um, ekki með hraðamynda­vél­um. Þau voru 62 tals­ins á þessu tíma­bili og hef­ur lög­regl­an meðal ann­ars töl­ur upp á 146, 147, 153 og 158 kíló­metra hraða. mbl.is/Þ​or­geir

Ók á 158 kíló­metra hraða

Alls áttu 87 um­ferðarlaga­brot sér stað í um­dæm­inu á um­ræddu tíma­bili. Inni í því eru meðal ann­ars hraðakst­urs­mál sem lög­regl­an tek­ur inni í bíl­um, ekki með hraðamynda­vél­um. Þau voru 62 tals­ins á þessu tíma­bili og hef­ur lög­regl­an meðal ann­ars töl­ur upp á 146, 147, 153 og 158 kíló­metra hraða.

„Við erum alltaf á veg­un­um og það er ekki al­gengt að við séum að sjá svona töl­ur.“

Þrír voru stoppaðir fyr­ir að aka án öku­rétt­inda og höfðu þeir verið svipt­ir öku­rétt­ind­um.

Þá varð ein bíl­velta á tíma­bil­inu, tvö til­vik þar sem ökumaður var ölvaður við akst­ur og fimm minni­hátt­ar fíkni­efna­mál.

Lög um raf­hlaupa­hjól, reiðhjól og hesta

Tvö slys urðu á raf­hlaupa­hjól­um þar sem ölv­un kom við sögu.

„Þetta er orðið vanda­mál. Það er mik­il fjölg­un í slys­um á raf­hlaupa­hjól­um, þar sem fólk er ölvað á hjól­un­um,“ seg­ir Jó­hann­es.

Fólk virðist leyfa sér að nota raf­hlaupa­hjól til að kom­ast leiða sinna eft­ir að hafa drukkið áfengi, þótt það myndi ekki setj­ast fyr­ir aft­an stýri á bíl.

„Þrösk­uld­ur­inn er ein­hvers staðar ann­ars staðar hjá fólki gagn­vart þessu.

Það eru lög um þetta, þú meira að segja mátt ekki held­ur vera ölvaður á reiðhjóli eða hesti.“

„Þetta er orðið vandamál. Það er mikil fjölgun í slysum …
„Þetta er orðið vanda­mál. Það er mik­il fjölg­un í slys­um á raf­hlaupa­hjól­um, þar sem fólk er ölvað á hjól­un­um,“ seg­ir Jó­hann­es. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Get­um haft fólk mest í 24 tíma“

Eins og greint hef­ur verið frá fékk lög­regla til­kynn­ingu um tvö kyn­ferðis­brot og tvær lík­ams­árás­ir á Ak­ur­eyri um helg­ina. Af tveim­ur lík­ams­árás­um var ein flokkuð sem al­var­leg.

Fimm voru í haldi lög­reglu í tengsl­um við mál­in en hafa all­ir verið látn­ir laus­ir.

„Lög­in eru bara þannig að við get­um ekki hangið á fólki og get­um haft fólk mest í 24 tíma í vist­un, nema það sé gerð gæslu­v­arðhaldskrafa til að lengja þann tíma,“ seg­ir Jó­hann­es.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert