Tilfinning lögreglu að fylgst sé með póstsendingum

Glæpamenn virðast vita af því þegar fólk á von á …
Glæpamenn virðast vita af því þegar fólk á von á póstsendingu og reyna að plata fólk til að gefa upp bankaupplýsingar. mbl.is/Árni Sæberg

Lög­regl­an tel­ur lík­ur á því að net­glæpa­menn fylg­ist með póst­send­ing­um sem fólk á von á eft­ir að hafa pantað sér varn­ing á net­inu. Reyna glæpa­menn­irn­ir svo að inn­heimta lágt gjald í nafni send­ing­ar­fyr­ir­tæk­is og bjóða heimsend­ingu t.a.m.

Þegar fólk gef­ur upp korta­upp­lýs­ing­ar nýta netþrjót­arn­ir það til þess að taka út háar upp­hæðir.

Stein­arr Kristján Ómars­son, lög­reglu­full­trúi á tölvu­rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir lög­reglu ekki hafa gall­h­arðar sann­an­ir fyr­ir því að net­glæpa­menn fylg­ist með póst­send­ing­um. Hins veg­ar virðist sem þeir hafi upp­lýs­ing­ar um það þegar fólk á von á send­ing­um.

Friðrik Ómar varð fyr­ir barðinu á svik­ur­um 

„Við höf­um séð það hjá okk­ur sjálf­um og hjá fólk­inu í kring­um okk­ur að ef þeir eiga von á send­ingu þá er eins og svik­in auk­ist um leið og þeir eiga sjálf­ir von á pakka. Við höf­um ekki rann­sakað þetta sér­stak­lega og því er þetta meira til­finn­ing á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Stein­arr.

Hins veg­ar seg­ir hann það hlut­verk lög­reglu að geta í eyðurn­ar og að til­finn­ing­in sé sú að netsvik­ar­ar hafi þenn­an hátt­inn á.

Til að vekja at­hygli á þess­ari teg­und svika hef­ur Ari­on banki verið með her­ferð þar sem fólk er varað við svona svik­um.

Einn þeirra sem lent hef­ur í svona glæp er söngv­ar­inn Friðrik Ómar Hjör­leifs­son. Gaf hann upp korta­upp­lýs­ing­ar sín­ar þegar hann átti von á send­ingu.

Friðrik Ómar lýsir því í myndbandi frá Arion banka þar …
Friðrik Ómar lýs­ir því í mynd­bandi frá Ari­on banka þar sem netsvik­un­um er lýst að hann hafi gefið upp ban­ka­upp­lýs­ing­ar. Skjá­skot/​Ari­on banki

„Erum ekk­ert betri en aðrar þjóðir“ 

Stein­arr seg­ir svik­in afar sann­fær­andi enda séu þau á góðri ís­lensku. Hann seg­ir það alls ekki svo að ein­ung­is sé um að ræða er­lenda netsvik­ara, held­ur séu ís­lensk­ir netsvik­ar­ar einnig kræf­ir.

„Við erum ekk­ert betri en aðrar þjóðir. Íslensk­ir glæpa­menn eru al­veg jafn klár­ir og glæpa­menn annarra þjóða,“ seg­ir Stein­arr. Hann seg­ir hins veg­ar að eng­inn hafi verið dæmd­ur fyr­ir netsvik hér á landi. Helg­ast það ekki síst af því hve auðvelt er að fela slóð sína í svona mál­um.

Færðu sig frá Finn­landi til Íslands 

„Í fæst­um til­fell­um er það sér­stak­lega menntað fólk sem stend­ur að baki þess­um svik­um. Fólk í dag borg­ar bara fyr­ir þjón­ustu. Annað hvort með því að fremja glæp­inn fyr­ir þig eða með því að selja þér eitt­hvað for­rit,“ seg­ir Stein­arr.

„Við vor­um svo­lítið var­in fyr­ir þessu er­lenda þegar gjald­eyr­is­höft­in voru hér en þegar þeim var aflétt þá vor­um við svo­lítið værukær. Pen­ing­arn­ir eiga það til að fara mjög hratt úr landi,“ held­ur hann áfram.

Hann seg­ir það mis­skiln­ing að hið litla málsvæði sem Ísland er verji landið á nokk­urn hátt.

„Við sáum það að áður herjuðu netsvik­ar­ar svo­lítið á Finn­land en þegar höft­un­um var aflétt þá sneru menn sér að Íslandi,“ seg­ir Stein­arr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert