Vilja breyta Sóloni í gistihús

Erfiðlega hefur gengið að reka veitingahús þar sem Sólon var.
Erfiðlega hefur gengið að reka veitingahús þar sem Sólon var. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar tek­ur nei­kvætt í hug­mynd­ir um rekst­ur gisti­staðar í hús­inu að Banka­stræti 7a. Þar hef­ur veit­inga­húsið Sólon verið rekið um ára­bil. Rekst­ur staðar­ins fór í þrot í vor.

Í um­sögn skipu­lags­full­trúa seg­ir að rekst­ur gisti­staðar í hús­inu sam­ræm­ist ekki ákvæðum aðal­skipu­lags.

Odd­var Hauk­ur Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Far­fugla ses., seg­ir að hug­mynd­in hafi verið að víkka út starf­semi fé­lags­ins. Far­fugl­ar reka gisti­heim­ilið Loft hostel í næsta húsi, Banka­stræti 7.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert