Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar tekur neikvætt í hugmyndir um rekstur gististaðar í húsinu að Bankastræti 7a. Þar hefur veitingahúsið Sólon verið rekið um árabil. Rekstur staðarins fór í þrot í vor.
Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að rekstur gististaðar í húsinu samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags.
Oddvar Haukur Árnason, framkvæmdastjóri Farfugla ses., segir að hugmyndin hafi verið að víkka út starfsemi félagsins. Farfuglar reka gistiheimilið Loft hostel í næsta húsi, Bankastræti 7.
„Okkar áform voru að fá að koma notkun á húsið sem myndi bera sig. Planið var að setja gistingu á 2. og 3. hæð, sem síðustu árin hafa lítið sem ekkert verið nýttar, og leigja svo 1. hæð og kjallara út til veitingarekstrar,“ segir Oddvar.
„Með því að nota 2. og 3. hæð sem hluta af Loft Hosteli næst nauðsynleg stærðarhagkvæmni til að fasteignin beri sig á þessu háa fermetraverði. Því miður hefur skipulagið tekið neikvætt í þetta og við ekki fengið tækifæri til þess að rökstyðja þá breytingu sem við erum að leitast eftir.“
Hugmyndir Farfugla fela í sér að opna á milli húsanna tveggja. Farfuglar eiga húsnæðið sem Loft hostel er í og með því að opna á milli inn á 2. og 3. hæð Sólons væri hægt að styrkja reksturinn til muna. „Þriðja hæðin á Bankastræti 7a er skráð sem skrifstofa en gagnast varla neinum sem slík, enda ekkert aðgengi þangað. Síðast notaði Íslenska óperan þá hæð sem skrifstofu en það eru komin um 20 ár síðan. Þá var aðgengi yfir frá henni,“ segir Oddvar.
Hann segir að enn sé unnið að því að fá svör frá skipulagsyfirvöldum í borginni, önnur en að „tölvan segi nei“, eins og hann orðar það. „Því miður er lítil svör að fá og því erum við orðin frekar svartsýn á þetta.“
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.