Bæta úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum

Jóhannes Geir Guðnason, rekstrarstjóri Terra á Akranesi, og Ingimar Elí …
Jóhannes Geir Guðnason, rekstrarstjóri Terra á Akranesi, og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA handsala samstarfið. Ljósmynd/Aðsend

Íþrótta­banda­lag Akra­ness (ÍA) og Terra hafa hafið form­legt sam­starf um mark­viss­ari úr­gangs­flokk­un á íþróttaviðburðum, með sér­staka áherslu á Norðuráls­mótið sem fram fer á Akra­nesi þessa vik­una og kom­andi helgi.

Mark­miðið er að stuðla að hreinni og um­hverf­i­s­vænni fram­kvæmd móts­ins með bættri aðstöðu til flokk­un­ar úr­gangs, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Einnig verður flokk­unarílát fyr­ir mat­ar­leif­ar staðsett í mat­sal Íþróttamiðstöðvar­inn­ar á Jaðars­bökk­um, þar sem morg­un-, há­deg­is- og kvöld­verður er fram­reidd­ur. Þjálf­ar­ar, iðkend­ur og far­ar­stjór­ar eru hvatt­ir til að skila mat­araf­göng­um í viðeig­andi ílát. All­ur úr­gang­ur sem fell­ur til á mót­inu verður vigtaður að því loknu. Það er sam­eig­in­legt mark­mið móts­hald­ara og Terra að minnka hlut­fall blandaðs úr­gangs frá fyrri árum og skapa þannig for­dæmi fyr­ir aðra viðburði.

„Eins og geng­ur og ger­ist þar sem fjöldi fólks kem­ur sam­an fell­ur til mikið magn úr­gangs. Til að mæta þess­ari áskor­un hafa ÍA og Terra fjölgað flokk­un­ar­tunn­um víða á svæðinu m.a. á íþrótta­svæðum, tjaldsvæðum og skól­um þar sem kepp­end­ur dvelja. Þar verður nú hægt að flokka úr­gang í fjóra meg­in­flokka: blandaðan úr­gang, papp­ír, plast og skila­gjalds­skyld­ar umbúðir,“ seg­ir Erna Björk Häsler, markaðsstjóri Terra, í til­kynn­ing­unni.

Hún seg­ir að þetta sé í fyrsta skipti sem óskað er eft­ir flokk­un á úr­gangi á íþróttaviðburði. „Hingað til hef­ur bara verið ein tunna þar sem all­ur úr­gang­ur hef­ur farið í. Þetta eru mik­il gleðitíðindi í okk­ar huga og við erum ákaf­lega stolt og ánægð að svara ákalli barna og for­eldra. Ég á ekki von á öðru en fleiri íþrótta­fé­lög muni fylgja þessu for­dæmi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert