Einstakt að vernda laxveiðiá inni í miðri borg: „Sýnd veiði en ekki gefin“

Borgarstjóri og formaður Stang­veiðifé­lags Reykja­vík­ur við athöfnina.
Borgarstjóri og formaður Stang­veiðifé­lags Reykja­vík­ur við athöfnina. mbl.is/Karítas

Elliðaá var opnuð í morg­un við hátíðlega at­höfn og borg­ar­stjóri gerði at­lögu að krækja í fyrsta lax­inn þrátt fyr­ir að hafa aldrei kastað flugu.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ir það ein­stakt að tek­ist hafi að vernda laxveiðiá inni í miðri borg og tel­ur það vera ein­staka upp­lif­un að kasta út í Elliðaá.

Mynd­ast hef­ur sú hefð að borg­ar­stjóri taki þátt í opn­un Elliðaár og hef­ur hún hald­ist í 65 ár.

Að sögn Ragn­heiðar Thor­steins­son, for­manns Stang­veiðifé­lags Reykja­vík­ur, er þetta fast­ur liður at­hafn­ar­inn­ar.

Heiða Björg Hilmisdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson með öngulinn úti.
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir og Ragn­heiður Thor­steins­son með öng­ul­inn úti. mbl.is/​Karítas

Hvergi nærri hætt

Þá tók Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri virk­an þátt þrátt fyr­ir enga reynslu af stang­veiðum.

Þegar mbl.is náði tali af Heiðu var hún hvergi nærri hætt veiði en þá hafði hún reynt að hreppa fyrsta fisk­inn í rúma eina og hálfa klukku­stund.

„Þó að það komi ekk­ert á fyrsta klukku­tím­an­um þá bját­ar það ekk­ert á, þetta er greini­lega sýnd veiði en ekki gef­in,“ seg­ir Ragn­heiður létt á brún. 

„Við erum hvergi nærri hætt, við hætt­um ekki fyrr en það er kom­inn fisk­ur,“ sagði borg­ar­stjóri og bætti við að hún gæti vart hugsað sér betri stað til að hefja veiðifer­il­inn.

Þá sagði Ragn­heiður stang­veiði krefjast mik­ill­ar reynslu og sagði hún Heiðu hafa sýnt mik­inn ákafa í að veiða fyrsta lax­inn og taldi að með tíð og tíma myndi fyrsti fisk­ur Heiðu bíta á agnið.

Heiða er hvergi nærri hætt þó að það hafi ekki …
Heiða er hvergi nærri hætt þó að það hafi ekki bitið á við fyrstu köst. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert