Freistar þess að krækja í fyrsta laxinn

Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarstjóri freistar þess að krækja í fyrsta …
Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarstjóri freistar þess að krækja í fyrsta lax veiðisumarsins í Elliðaánum. Henni til halds og trausts er Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur. mbl.is/Karítas

Veiði í Elliðaám hófst í morg­un. Ragn­heiður Thor­steins­son, formaður Stang­veiðifé­lags Reykja­vík­ur, lýsti form­lega yfir opn­un ánna og bauð svo venju sam­kvæmt borg­ar­stjór­an­um í Reykja­vík að ganga til veiða.

Viðstödd­um var þá boðið upp á morgunkaffi og með því.

Heiða Björg Hilm­ars­dótt­ir borg­ar­stjóri beið ekki boðanna og óð út í árn­ar með Ragn­heiði sér til halds og trausts.

Nokkur mannfjöldi fylgdist með aflabrögðunum af brúnni yfir árnar.
Nokk­ur mann­fjöldi fylgd­ist með afla­brögðunum af brúnni yfir árn­ar. mbl.is/​Karítas

Borg­ar­stjóri tekið þátt frá 1960

Árnar eru í dag opnaðar fyr­ir veiði í 86. sinn en borg­ar­stjóri hef­ur tekið þátt í opn­un þeirra frá ár­inu 1960.

Í til­kynn­ingu frá Stang­veiðifé­lagi Reykja­vík­ur seg­ir að lax­inn sjá­ist þegar geng­inn í árn­ar og að bú­ast megi við líf­legri stemn­ingu við ár­bakk­ann.

Spenn­andi verði að sjá hvar fyrsti lax­inn kem­ur á land, en hann sé lík­lega sá lax sem mest sé myndaður á land­inu á hverju ári.

Ragnheiður og Heiða við veiðihús Stangveiðifélagsins í morgun.
Ragn­heiður og Heiða við veiðihús Stang­veiðifé­lags­ins í morg­un. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert