Íslendingur hreppti 35 milljónir

Konan hyggst verja vinningsféinu í fjölskyldufrí.
Konan hyggst verja vinningsféinu í fjölskyldufrí. Morgunblaðið/Eggert

Íslensk kona vann 35 millj­ón­ir í Euro-Jackpot, sem dregið var út á þjóðhátíðardag­inn. Kon­an deildi verðlauna­fé úr öðrum vinn­ingi ásamt sex er­lend­um vinn­ings­höf­um.

Í til­kynn­ingu Íslenskr­ar get­spár seg­ir að miðinn hafi verið keypt­ur í gegn­um Lottóappið.

Kon­an valdi sjálf­valsmiða en eyddi töl­un­um og kaus að fá nýj­ar, sem reynd­ist vera happa­skref.

Þá seg­ir kon­an ætla að verja vinn­ings­fénu í ut­an­lands­frí með maka sín­um, börn­um og barna­börn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert