Kattholt er nú yfirfullt af heimilislausum köttum, að því er athvarfið greinir frá á Facebook.
Er þar óskað eftir framlögum almennings: Allur kattamatur, sandur og vel með farnir klórustaurar komi að góðum notum í Kattholti.
Hægt er að koma með matargjafir og annað nytsamlegt til athvarfsins á opnunartíma á virkum dögum milli klukkan 9-15 í Stangarhyl 2 í Reykjavík.