Ný aðferð við tóbakssöluna

Viðskiptavinir þurfa nú að greiða fyrir tóbak í sérstöku herbergi …
Viðskiptavinir þurfa nú að greiða fyrir tóbak í sérstöku herbergi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Starfsmaður límir svo yfir strikamerki. mbl.is/Egill Aaron

Mik­il umræða hef­ur verið um frí­höfn­ina á Kefla­vík­ur­flug­velli eft­ir að þýska fyr­ir­tækið Heinem­ann tók við rekstri henn­ar í síðasta mánuði. Marg­ir hafa kvartað yfir því að vöru­úr­val sé mun lak­ara en áður var og dæmi eru um að vin­sæl­ar vör­ur á borð við hvít­vín, gin og neftób­ak hafi ekki feng­ist í versl­un­inni.

Ný­verið var aft­ur farið að bjóða neftób­ak í frí­höfn­inni en viðskipta­vin­ir hafa furðað sig á nýj­um viðskipta­hátt­um Heinem­ann við af­greiðslu þess. Tób­ak er sem fyrr að finna í lokuðu rými í frí­höfn­inni. Áður labbaði fólk þar í gegn og greip með sér það sem það hugðist kaupa. Nú ber hins veg­ar svo við að sér­stök­um starfs­manni hef­ur verið komið fyr­ir inni í þessu litla rými og ber fólki að ganga frá kaup­un­um hjá hon­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert