Sakborningur í manndrápsmáli fékk annan dóm

Ekki var tekið undir sjónarmið um sjálfsvörn.
Ekki var tekið undir sjónarmið um sjálfsvörn. Morgunblaðið/Eggert

Rúm­lega tví­tug­ur maður, Lúkas Geir Ingvars­son, sem er einn þeirra þriggja sem ákærðir eru fyr­ir að eiga þátt í dauða Hjör­leifs Hauks Guðmunds­son­ar, hafði ekki er­indi sem erfiði þegar hann áfrýjaði öðrum dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur.

Lands­rétt­ur dæmdi hann í gær til sex mánaða skil­orðsbund­inn­ar fang­elsis­vist­ar ásamt öðrum manni. Sá fékk fjór­tán mánaða dóm en áfrýjaði ekki.

Lúkas Geir bar fyr­ir sig sjálfs­vörn í mál­inu. Báðir menn­irn­ir voru ákærðir fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás í miðbæ Reykja­vík­ur.

Met­inn með 20% ör­orku

Að því er fram kem­ur í dómi Lands­rétt­ar hóf­ust átök þannig að brotaþoli í mál­inu veitt­ist að Lúkasi Geir sem er sagður hafa sparkað í bringu manns­ins þannig að hann féll og í fram­hald­inu hafi þeir tveir sem ákærðir voru í héraði haldið áfram at­lögu sinni að mann­in­um. Í átök­un­um höfuðkúpu­brotnaði maður­inn auk þess sem bein brotnaði í and­liti. Var hann met­inn með 20% var­an­lega ör­orku eft­ir árás­ina.

At­vikið sem um ræðir gerðist fyr­ir fram­an veit­ingastað í Reykja­vík. Bílaröð hafði mynd­ast og Lúkas Geir fór út úr bíl aft­ar­lega í röðinni. Hann gerði til­raun til að ræða við brotaþola sem virt­ist líka það illa og ýtti hon­um frá sér. Vin­ur manns­ins sem varð fyr­ir árás­inni tók hann þá trausta­taki og færði inn í bíl.

Spörk­in beind­ust að höfði og efri hluta lík­ama

Maður­inn lét sér það ekki lynda, fór út úr bíln­um og hljóp í átt­ina að Lúkasi Geir. Hann gekk í átt að mann­in­um þar sem hann kom aðvíf­andi og sparkaði í bringu hans þannig að brotaþoli féll til jarðar. Þá eru Lúkas Geir og hinn maður­inn, sem einnig fékk dóm í héraði, sagðir hafa veist að mann­in­um með spörk­um sem beind­ust að höfði og efri hluta lík­ama.

„Í dómi Lands­rétt­ar kom fram að jafn­vel þótt lagt yrði til grund­vall­ar að A hefði haft í hyggju að ráðast á L yrði hvorki ráðið af myndupp­töku né framb­urði vitna að stafað hefði slík hætta eða ógn af A að sú hátt­semi L að sparka í brjóst­kassa hans og ráðast áfram að hon­um eft­ir að hann féll til jarðar yrði met­in hon­um til refsi­leys­is á grund­velli neyðar­varn­ar­sjón­ar­miða,“ seg­ir í dómn­um.

Stóð dóm­ur­inn því óhaggaður eða sex mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Einnig var Lúkasi Geir og hinum mann­in­um gert að greiða brotaþola rúm­ar 2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert