„Það eru til hefðir en engar reglur“

Klæðast má þjóðbúningnum á ýmsa skapandi máta.
Klæðast má þjóðbúningnum á ýmsa skapandi máta. Ljósmynd/Aðsend

Anna Kar­en Unn­steins þjóðfræðing­ur seg­ir leyfi­legt að klæðast þjóðbún­ing­um á skap­andi hátt. Til að mynda sé hægt að sauma bux­ur við upp­hlut.

Hán hélt í gær fyr­ir­lest­ur um kyn­lausa þjóðbún­inga.

Yf­ir­skrift hans var Hvernig lít­ur þjóðbún­ing­ur framtíðar­inn­ar út ef hann end­ur­spegl­ar fjöl­breyti­leika kynj­anna og hinseg­in veru­leika?

Fyr­ir­lest­ur­inn var liður í Hinseg­in hátíð á Norður­landi eystra sem stend­ur yfir til sunnu­dags.

Saga þjóðbún­inga rak­in

„Í fyr­ir­lestr­in­um fjalla ég ör­stutt um sögu þjóðbún­ing­anna og hvernig þeir þróuðust síðustu tvær ald­ir, til dæm­is hvernig upp­hlut­ur­inn þróaðist og peysu­föt­in og karla­bún­ing­ur­inn,“ seg­ir Anna.

Anna Karen Unnsteins, þjóðfræðingur, hélt fyrirlestur um framtíð og kynjahlutverk …
Anna Kar­en Unn­steins, þjóðfræðing­ur, hélt fyr­ir­lest­ur um framtíð og kynja­hlut­verk þjóðbún­ings­ins í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Það gefi grunn­inn fyr­ir hug­mynd­ir háns um það hvernig hægt væri að gera kyn­laus­an bún­ing eða vera með kyn­usla í bún­ingn­um.

„Það eru oft mikl­ar hug­mynd­ir um að það séu ein­hverj­ar regl­ur eða lög um þjóðbún­ing­ana og að það megi ekki nota þá á ein­hvern ákveðinn hátt. Þetta er al­geng­ur mis­skiln­ing­ur; það eru til hefðir en eng­ar regl­ur um þenn­an fatnað.“

Nýta þjóðbún­ing­inn á skap­andi máta

Því sé hægt að klæðast þjóðbún­ingn­um á skap­andi og óhefðbund­inn hátt.

„Það er hægt að nýta þjóðbún­ing­inn á alls kon­ar máta, til dæm­is er hægt að sauma bux­ur við upp­hlut og blanda mis­mun­andi hlut­um bún­ing­anna sam­an eða karl­maður get­ur klæðst hefðbundn­um kvenna­bún­ingi.“

Þjóðbúning má sníða eftir ýmsum mynstrum og litum.
Þjóðbún­ing má sníða eft­ir ýms­um mynstr­um og lit­um. Ljós­mynd/Þ​jóðbún­inga­fé­lag Íslands

Opna sam­talið

Anna seg­ir fyr­ir­lestr­in­um ætlað að opna á sam­tal um það hvernig kyn­laus bún­ing­ur kynni að líta út.

„Ég er ekki með nein­ar fast­ar hug­mynd­ir um það hvernig svona bún­ing­ur ætti að líta út, og þess vegna vil ég skapa sam­tal sem gæti orðið til þess að fleiri finni sig í svona bún­ing­um.“

Hefðin nái þannig til fleiri hópa sam­fé­lags­ins.

Þegar til kyn­laus sænsk­ur bún­ing­ur

Anna hef­ur verið í sam­starfi við sænska lista­mann­inn Fre­dy Clue og hélt með háni ráðstefnu á Íslandi í mars á síðasta ári.

„Fre­dy hannaði nýj­an sænsk­an kyn­hlut­laus­an þjóðbún­ing sem tók inn­blást­ur frá göml­um bún­ing­um, bæði karla- og kvenna.“ Sá bún­ing­ur sé í translit­un­um bleik­um, blá­um og hvít­um til þess að hafa sýni­leg­an hinseg­in­leika í bún­ingn­um.

Anna Karen hefur sjálft klæðst karl- og kvenbúningum.
Anna Kar­en hef­ur sjálft klæðst karl- og kven­bún­ing­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Anna seg­ir ým­is­legt líkt með sænsk­um og ís­lensk­um þjóðklæðum.

„Sænsku og ís­lensku bún­ing­arn­ir eru svipaðir að því leyti að þeir byggja á göml­um alþýðu- og spari­föt­um og voru tekn­ir upp seinna til þess að tákna okk­ur sem þjóð og minna á fortíð lands­ins.“

Kyn­laus ís­lensk­ur þjóðbún­ing­ur gæti þannig líkt og sá sænski tekið inn­blást­ur frá eldri bún­ing­um og blandað kynjuðum ein­kenn­um þeirra sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert