Tomasz Chrapek nýr formaður innflytjendaráðs

Tomasz Chrapek er nýr formaður innflytjendaráðs
Tomasz Chrapek er nýr formaður innflytjendaráðs Ljósmynd/Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Tom­asz Paweł Chrapek hef­ur verið skipaður nýr formaður inn­flytj­endaráðs af Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra. Tom­asz fædd­ist í Czę­stochowa í Póllandi árið 1981 og hef­ur búið í Reykja­vík frá ár­inu 2007, seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Inn­flytj­endaráð gegn­ir því hlut­verki að vera fé­lags- og hús­næðismálaráðherra til ráðgjaf­ar við fag­lega stefnu­mót­un í mál­efn­um inn­flytj­enda og hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd henn­ar.

Ráðið á einnig að stuðla að sam­hæf­ingu og sam­ráði milli ráðuneyta, sveit­ar­fé­laga og inn­an stjórn­sýsl­unn­ar og stuðla að opn­um umræðum um mál­efni inn­flytj­enda með ráðstefn­um ásamt fund­um með hags­munaaðilum og gera ár­leg­ar til­lög­ur um áhersl­ur og styrk­veit­ing­ar úr þró­un­ar­sjóði inn­flytj­enda­mála. Jafn­framt kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að ráðið skuli skila ráðherra ár­legri skýrslu um störf sín.

Virk­ur í sam­fé­lags­mál­um um ára­bil

Tom­asz er með meist­ara­gráðu í tölvu­verk­fræði frá Tækni­há­skól­an­um í Czę­stochowa og meist­ara­gráðu í fé­lags­fræði frá Jan Długosz-aka­demí­unni.

Hann hef­ur verið virk­ur í sam­fé­lags­mál­um hér á landi um ára­bil, var meðstofn­andi Proj­ekt­Polska.is og Pólska ljós­mynda­fé­lags­ins á Íslandi (Pozytywni.is), sat í Íþrótta- og tóm­stundaráði Reykja­vík­ur frá 2014 til 2018 og gegndi for­mennsku í Fjöl­menn­ing­ar­ráði Reykja­vík­ur frá 2015 til 2018.

Árið 2019 kom Tom­asz á fót vinnu­hópn­um sem stofnaði Veru, regn­hlíf­ar­sam­tök inn­flytj­enda­fé­laga á Íslandi. Árið 2023 stofnaði hann fé­laga­sam­tök­in Circa, sem vinna að fé­lags­legri og um­hverf­is­legri sjálf­bærni.

Í dag starfar hann sem kerf­is­sér­fræðing­ur hjá netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­inu Var­ist.

Inn­flytj­endaráð

Í inn­flytj­endaráði sitja auk Tom­asz­ar:

Hanna Guðmunds­dótt­ir vara­formaður, án til­nefn­ing­ar, Arn­ar Sig­urður Hauks­son, til­nefnd­ur af dóms­málaráðuneyti, Pét­ur Örn Pálm­ars­son, til­nefnd­ur af heil­brigðisráðuneyti, Donata Hon­kowicz Bu­kowska, til­nefnd af mennta- og barna­málaráðuneyti, Helena N. Wolimbwa, til­nefnd af Reykja­vík­ur­borg og María Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir, til­nefnd af Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Fyrri formaður inn­flytj­endaráðs var Paola Car­den­as og þar áður Tatj­ana Lat­in­ovic.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert