Ástríðan, handverkið og löngunin til að skapa

„Ef ferill minn er skoðaður sést að kómík er mjög …
„Ef ferill minn er skoðaður sést að kómík er mjög ríkur þáttur í mjög mörgu sem ég hef sett saman og fléttast eiginlega alltaf á einhvern hátt inn í,“ segir Þórarinn. Morgunblaðið/Karírtas

Dreymt bert er bók sem geym­ir safn áður birtra prósaljóða og ör­sagna eft­ir Þór­ar­in Eld­járn.

„Þarna eru sam­an­kom­in öll prósaljóð og ör­sög­ur, 49 tals­ins, sem áður hafa birst í ljóðabók­um mín­um og eins nokkr­ar ör­sög­ur úr smá­sagna­safn­inu Marg­saga. Inga María Brynj­ars­dótt­ir mynd­lýs­ir bók­ina út frá all­nokkr­um textum að eig­in vali. Hún er frá­bær mynd­list­armaður sem tekst ein­stak­lega vel að láta teikn­ing­arn­ar kall­ast á við ljóðin eða sög­urn­ar og gefa þeim nýja vídd,“ seg­ir Þór­ar­inn.

„Þessi bók­mennta­teg­und hef­ur alltaf heillað mig og er reynd­ar í mik­illi upp­sveiflu hér um þess­ar mund­ir. Það má til dæm­is nefna merka bók, Með flug­ur í höfðinu, sem Krist­ín G. Jóns­dótt­ir og Óskar Árni Óskars­son gáfu út 2022 á veg­um For­lags­ins og skrifuðu ít­ar­leg­an for­mála. Þetta er sýn­is­bók ís­lenskra prósaljóða og ör­sagna, allt frá Jóni Thorodd­sen yngri og til vorra daga. Hún kom út þegar ein­mitt voru liðin 100 ár frá því Jón gaf út Flug­ur sín­ar. Í fyrra kom svo út á ís­lensku það verk sem segja má að hafi á sín­um tíma orðið til að staðfesta prósaljóðið sem sér­staka bók­mennta­teg­und, Par­ís­ar­dep­urð, stutt ljóð í lausu máli, eft­ir Bau­delaire í glæsi­legri þýðingu Ásdís­ar Rósu Magnús­dótt­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert