Ekki jafn mikið feimnismál og áður

Skrautlegar grímur ásamt hinum ýmsu brögðum einkenna fjölbragðaglímu.
Skrautlegar grímur ásamt hinum ýmsu brögðum einkenna fjölbragðaglímu. Ljósmynd/ICT

Fyrsta fjöl­bragðaglímu­fé­lag lands­ins hef­ur litið dags­ins ljós. Fé­lagið hef­ur vakið at­hygli á sam­fé­lags­miðlum með mynd­um og mynd­skeiðum af æf­ing­um, þar sem skraut­leg­ar grím­ur og mik­il­feng­leg brögð eru í for­grunni.

Fé­lagið ber nafnið Icelandic Combat Theatre (ICT) og var stofnað snemma árs en það er fyrsta fjöl­bragðaglímu­fé­lag Íslands.

Sex meðlim­ir eru í fé­lag­inu en stefnt er að því að stækka um­fang ICT á kom­andi miss­er­um.

Vikt­or Sig­ur­sveins­son, ann­ar stofn­enda Icelandic Combat Theatre, seg­ir fjöl­bragðaglímu njóta vax­andi vin­sælda hér­lend­is og sé ekki leng­ur feimn­is­mál líkt og tíðkaðist.

Hvað er fjöl­bragðaglíma?

Að sögn Vikt­ors er fjöl­bragðaglíma stunduð með ólík­um hætti eft­ir lönd­um og fé­lög­um. ICT sæk­ir inn­blást­ur sinn einkum til WWE, fræg­ustu fjöl­bragðaglímu­sam­taka heims. 

„Við erum í raun að gera brögð sem líta út fyr­ir að vera stór­hættu­leg­ar árás­ir en við slepp­um vel úr þeim.“

Þá seg­ir Vikt­or fjöl­bragðaglímu krefjast mik­ill­ar sam­hæf­ing­ar og trausts, ICT æfir í hið minnsta einu sinni í viku. 

Fimm af meðlimum ICT, f.v. Ránar Þorsteinsson, Óskar Dagur Marteinsson, …
Fimm af meðlim­um ICT, f.v. Rán­ar Þor­steins­son, Óskar Dag­ur Marteins­son, Páll Sig­urður Sig­urðsson, Vikt­or Sig­ur­sveins­son og Rós­ant Bósi Rós­ants­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Menntaðir í fjöl­bragðaglímu­fræðum

Tveir meðlim­ir ICT hafa stundað nám í fjöl­bragðaglímu er­lend­is. Vikt­or hlaut einka­kennslu í íþrótt­inni í Bretlandi árið 2011 í um þrjá mánuði, og síðar hóf Páll Sig­urður Sig­urðsson nám í fjöl­bragðaglímu við IPW-skól­ann í Englandi.

Þá seg­ir Vikt­or fjöl­bragðaglímu hafa verið mikið feimn­is­mál á árum áður en nú sé staðan önn­ur. 

„Þetta fell­ur meira í kramið hjá fólki í dag. Fólk horf­ir mun meira á fjöl­bragðaglímu en áður fyrr.” 

Brögðin eru jafn mörg og þau eru mismunandi.
Brögðin eru jafn mörg og þau eru mis­mun­andi. Ljós­mynd/​Aðsend

Fjöl­bragðaglíma í bland við rokk­tónlist

Vegna lít­ill­ar aðstöðu tek­ur fé­lagið ekki við iðkend­um, en Vikt­or seg­ir þó stefn­una setta að fá stærra hús­næði og auka um­fang fé­lags­ins.

ICT stefn­ir á að halda fyrstu op­in­beru fjöl­bragðaglímu­sýn­ing­una í lok sum­ars. Þá seg­ir Vikt­or áætlað að hafa fjöl­bragðaglímu í bland við lif­andi rokk­tónlist, þar sem bar­dag­ar og tón­listar­flutn­ing­ur skipt­ist á yfir kvöldið.

Aðspurður um hvert mark­mið ICT sé seg­ir Vikt­or frægð og frama ekki draum­inn.

„Draum­ur­inn er að fjöl­bragðaglíma sé til hér­lend­is. Það er allt annað til, en ekki fjöl­bragðaglíma.“ 

„Þetta er auðvitað svo­lítið spes íþrótt, ekk­ert eins og kara­te eða taekwondo. Við vilj­um koma með hana til lands­ins og sjá hvað úr verður,“ seg­ir Vikt­or að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert