Fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega stunguárás

Meintur árásarmaður fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt eftir miðnætti.
Meintur árásarmaður fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt eftir miðnætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var flutt­ur til Reykja­vík­ur á sjúkra­hús með al­var­lega stungu­áverka eft­ir lík­ams­árás í Reykja­nes­bæ í gær­kvöldi. Lög­regl­an á Suður­nesj­um fékk til­kynn­ingu málið klukk­an rétt rúm­lega tíu í gær­kvöldi.

Lög­regl­an hóf strax leit af meint­um árá­sa­manni og fannst viðkom­andi á höfuðborg­ar­svæðinu fljót­lega eft­ir miðnætti, að seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

Vegna al­var­leika máls­ins og rann­sókn­ar­hags­muna, mun lög­regl­an fara fram á gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um í dag.

Ástand þess er ráðist var á er stöðugt en rann­sókn máls­ins er á frum­stigi og get­ur lög­regl­an ekki gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert