Gular viðvaranir taka gildi uppúr hádegi

Varasamar aðstæður geta skapast í dag fyrir ökutæki sem taka …
Varasamar aðstæður geta skapast í dag fyrir ökutæki sem taka mikinn vind og ökutæki með aftanívagna. mbl.is/Sigurður Bogi

Veður­stof­an hef­ur gefið út gul­ar veðurviðvar­an­ir á Suður- og Suðaust­ur­landi vegna hvassviðris, sem taka gildi klukk­an 13 í dag og stend­ur til miðnætt­is.

Skil nálg­ast landið úr suðri og gert er ráð fyr­ir hvöss­um eða all­hvöss­um vindi, 15 til 20 m/​s und­ir Eyja­fjöll­um, í kring­um Öræfa­jök­ul og í Mýr­daln­um. Vara­sam­ar aðstæður geta skap­ast fyr­ir veg­far­end­ur með aft­anívagna á svæðinu, sem og öku­tæki sem taka mik­inn vind.

Skýjað verður með köfl­um á land­inu í dag og að mestu þurrt fram­an af, en upp úr há­degi byrj­ar að rigna sunn­an­lands. Fær­ist úr­komu­svæðið svo norður yfir landi og í kvöld verður væta í flest­um lands­hlut­um.

Hiti verður á bil­inu 8 til 17 stig, hlýj­ast norðan- og vest­an­lands.

Á morg­un er út­lit fyr­ir norðaust­an 5 til 13 m/​s, en hvass­ast verður á Vest­fjörðum og við suðaust­ur­strönd­ina. Rign­ing með köfl­um á aust­an­verðu land­inu en skúr­ir á vest­ur­hlut­an­um. Hiti frá 5 stig­um við aust­ur­strönd­ina upp í 16 stig norðvest­an­lands.


Veður­horf­ur næstu daga:

Á sunnu­dag:

Norðaust­an 3-8 m/​s, en 8-13 við norður- og suðaust­ur­strönd­ina. Dá­lít­il rign­ing eða súld, en stöku skúr vest­an­til. Hiti frá 7 stig­um við norðaust­ur­strönd­ina, upp í 16 stig á Suðvest­ur­landi.

 

Á mánu­dag:

Norðaust­an 3-8 m/​s, en 8-13 við norður- og aust­ur­strönd­ina. Rign­ing eða súld, en dá­litl­ar skúr­ir sunn­an- og vest­an­lands. Hiti 6 til 14 stig, hlýj­ast á Vest­ur­landi.

 

Á þriðju­dag:

Aust­læg eða breyti­leg átt og væta af og til, einkum sunn­an- og vest­an­lands. Hiti 6 til 12 stig.

 

Á miðviku­dag:

Norðaust­læg átt og dá­lít­il rign­ing eða súld, en skýjað með köfl­um og þurrt að kalla norðan­til. Hiti 7 til 15 stig, sval­ast við aust­ur­strönd­ina.

 

Á fimmtu­dag:

Aust­an- og norðaustanátt og rign­ing með köfl­um, en bæt­ir í úr­komu er líður á dag­inn. Hiti breyt­ist lítið.

 

Á föstu­dag:

Útlit fyr­ir ákveðna norðaustanátt með rign­ingu, en úr­komu­lítið suðvest­an­lands.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert