Lögreglan kölluð til vegna vinnuslyss

Lögreglan sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskað var eft­ir aðstoð lög­regl­unn­ar seinni part­inn í gær vegna vinnu­slyss eft­ir að steypu­mót féll á starfs­mann bygg­inga­fyr­ir­tæk­is. Slysið átti sér stað á svæði lög­reglu­stöðvar 4 sem sinn­ir Grafar­vogi, Mos­fells­bæ og Árbæ, að kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Á sama svæði var ein­stak­ling­ur hand­tek­inn grunaður um lík­ams­rárás, en hann hafði flúið af vett­vangi. Málið er í til rann­sókn­ar hjá lög­reglu.

Þá hand­tók lög­regl­an ein­stak­ling í miðbæ Reykja­vík­ur sem ít­rekað hafði verið til vand­ræða. Mat lög­regl­an það svo að viðkom­andi þyrfti að gista í fanga­geymslu lög­reglu þar til hann væri í ástandi til að vera á meðal al­menn­ings.

Reyndi að ljúga til nafns

Lög­regl­an hafði einnig af­skipti af fjölda öku­manna vegna ým­issa um­ferðarlaga­brota. Einn þeirra sem var stöðvaður, grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um vímu­efna, reyndi að ljúga til nafns og reynd­ist sá hafa verið svipt­ur öku­rétt­ind­um. Var hann laus eft­ir sýna­töku,

Alls eru 60 mál bókuð í kerf­um lög­reglu á tíma­bil­inu frá því klukk­an 17:00 í gær og til klukk­an 05:00 í morg­un. Fjór­ir gista í fanga­geymslu lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert